Viðar - 01.01.1936, Blaðsíða 49
Viðar]
NÚPSSKÓLI 1906—1930
35
fyrir í grennd við hann mun hafa hindrað, að hans væri
leitað lengra að. Tóku sig þá til tveir bændur: Kristinn
búfr. Guðlaugsson á Núpi og Kristján skipstjóri Ólafsson
í Meira-Garði og gengust fyrir því með áhuga, að nem-
endur komu til skólans, svo margir, að fært þætti að
halda áfram. Var þá breytt til frá því, sem áður var, og
kennslan var látin fara fram fyrri hluta dags og hafðar
heimavistir í skólanum.
Nemendur þennan vetur urðu 14, 12 úr Mýrahreppi og
2 úr Suðureyrarhreppi. Er það í fyrsta sinn, sem utan-
hreppsmenn sækja skólann.
Fyrstu tvo veturna höfðu nemendur séð sér sjálfir fyrir
fæði og húsnæði í grennd við skólann, flestir á eigin
heimilum. Þennan vetur voru einnig 5 nemendúr, • er
gengu að heiman í skólann, en hinir 9 höfðu þar heima-
vist, og hafa nemendur síðan átt heimili í skólanum yfir
námstímann nema þeir, sem heimili eða vandamenn hafa
átt á Núpi.
Húsrúm skólans hafði aukizt vegna þess, að skólastjóri
hafði keypt efri hæð hússins, svo heimavistin varð þess
vegna framkvæmanleg í húsum skólans. Barnaskóli starf-
aði þá enn í húsinu, svo að þessum 14 nemendum var
kennt uppi á lofti í austurenda hússins, var herbergið
3x5 metrar að gólffleti, þar mötuðust einnig nemendur
og kennarar. Vill þó sá, sem þetta ritar, (er þá var í skól-
anum nem.), fullyrða, að enginn fann til þrengslanna eða
að þau væru skólahaldinu til mikils baga, enda flestir
þeir unglingar, er þar voru þá, aldir upp við þrengri og
fáskrúðugri húsakynni en nú tíðkast og komu í skólann
eingöngu til að njóta kennslunnar sem bezt, þyrstir í
fróðleik, enda kunnu kennararnir sannarlega tökin á að
halda athygli nemendanna vakandi, svo að ýmissa smá-
óþæginda, vegna þrengsla og skorts á góðum aðbúnaði,
varð alls ekki vart. Eftir þennan vetur hafði ungmenna-
skólinn öll not hússins einn.
Þetta haust kom Björn Guðmundsson kennari frá
3*