Viðar - 01.01.1936, Blaðsíða 41
Viðar]
NÚPSSKÓLI 1906—1936
27
Aðalástæðan til þess, að séra Sigtryggur sótti um prest-
kall í öðrum, og honum ókunnum, landshluta, mun hafa
verið sú, að Kristinn bróðir hans var búsettur þar, hafði
þá búið á Núpi urn 10 ára skeið en dvalið hér í sveit
nokkru lengur sem búfræðingur við jarðyrkjustörf á
sumrum en stundað barna- og unglingakennslu á vetrum.
Hér var þá vaknaður nokkur áhugi um menntun æsku-
lýðsins, og mun Kristinn hafa hvatt bróður sinn til að
flytja vestur, í því augnamiði að fá þessari menntaþrá
æskunnar fullnægt. Enda var Kristinn önnur hönd bróð-
ur síns við stofnun skólans, og veitti hann jafnan skólan-
um allt það lið, er hann mátti.
Séra Sigtryggur sýndi það brátt í verki, að hann var
þess megnugur að veita þessari menntaþrá fullnægju,
enda hafði hann fengizt við kennslu síðan hann var ung-
lingur, jafnframt námi og prestsstörfum, og tvo síðustu
vetur dvalar sinnar nyrðra, með atbeina leiðandi manna
í Ljósavatnshreppi, starfrækt unglingaskóla á Ljósavatni.
Fyrsta opinberlega óskin eða hvötin til alþýðuskóla-
halds í sýslunni kom fram í febrúar 1906 á 7. þing- og
héraðsmálafundi Vestur-ísafjarðarsýslu, er þá var hald-
inn á Þingeyri. Þar var rætt um alþýðumenntunarmál og
samþykkt svohljóðandi tillaga:
„Fundurinn lýsir því yfir, að hann álítur brýna nauð-
syn bera til þess, að alþýðuskóli verði stofnaður í Vestur-
Isafjarðarsýslu, og hann skorar á hreppsnefndir sýslunn-
ar að taka málið til íhugunar og birta álit sitt á næsta
þingmála- og héraðsfundi.“
Ekki veit ég hver flutti málið á fundinum, en litlar
ætla ég að efndirnar hefðu orðið á áheiti fundarins, hefði
hreppsnefndanna notið einna við, og ekki sést þessa máls
minnst á næsta fundi. En á fundinum 1908 er skorað á
sýsluna að veita hinum unga skóla, sem þá var kominn á
annan vetur, fyrir atbeina sr. Sigtryggs, styrk, og oft síð-
an láta nefndir fundir hag skólans sig skipta og leggja
honum það eitt, er þeir máttu: gott liðsyrði.