Viðar - 01.01.1936, Blaðsíða 116
,102 HÖGNI ÞORSTEINSSON [Viðar
góða málstaðar. Ég dáðist að stíl Högna, þó að ég, eins og
gerist og gengur, hefði ýmislegt við hann að athuga. En
allar athugasemdir mínar þurfti hann að fá krufðar til
mergjar, við urðum að rekja það í sundur, hvers vegnamér
þótti ein setning falleg en önnur síðri, reyna með öðrum
orðum að finna lögmál fyrir ljósum og fögrum stíl, sem
vissulega er ekki svo auðvelt.
Ég tek þetta sem dæmi um námsaðferðir Högna. Viku-
starfið var mjög fjölþætt, stærðfræði, erlend tungumál
o. s. frv. Hann hafði aldrei áður reynt að rita stíla á er-
lendum málum. En nú kom hann eftir vikuna stundum
með yfir 30 stíla, danska og enska, alla villulitla, úr þung-
um verkefnum.
Mestan áhuga hafði Högni á „íslenzkum fræðum.“ Hann
sagði mér það, hvernig hann ritaði þætti sína. Uppistaða
frásögunnar er frásögn gamla fólksins. Það man kjarn-
ann, megin atriðin, sem gefa sögunni líf, geymir þann
geðblæ, sem hvíldi yfir landinu þegar atburðurinn gerð-
ist. Síðan bar hann frásögnina saman við rituð skjöl og
skilríki, en allt þetta samræmdi hann og setti sinn stíl og
svip á frásögnina. — Þannig voru efalaust fornsögurnar
ritaðar. Og frásögur Högna báru þann svip, að mikils
mátti af honum vænta sem rithöfundi.
Danskur kennari, Holger Kjær frá Askov, ferðaðist hér
um fyrir nokkrum árum og hefir ritað bók um uppeldi
og' fræðslu í heimahúsum. Bendir hann á, hve langt ís-
lendingar hafi komizt með heimafræðslu. Högni er ljóst
dæmi þessa.
Skólarnir eiga þarft erindi til þjóðarinnar. En aldrei
verða þeir einhlýtir til þroska hinna göfugustu og dýr-
mætustu eiginleika. Hinn skapandi máttur snillingsins
þroskast bezt við sjálfstæða, óháða vinnu, áhrifin utan að
eiga ekki að koma sem stríður straumur eða sterkur vind-
ur, sem hrífa nemendur viljalausa með sér, heldur sem
vorregn og hlýtt sólskin, sem fá hvern brumhnapp og
fræ til þess að springa út og vaxa samkvæmt eðli sínu.