Viðar - 01.01.1936, Blaðsíða 187
Viðar] ÚTDRÁTTUR ÚR SKÓLASKÝRSLUM M. M.
173
aði á Engelsk Begynderbog II. eftir 0. Jespersen og Chr. Sarauw.
Einn stíil vikulega hjá hverjum flokki í erlendu málunum.
Þýzka. Kennslubók eftir J. Ófeigsson (3. útg.) lesin öll, endur-
sagðar ýmsar sögur, tal- og ritæfingar iðkaðar.
Sænska. Lesin kennslubók P. Guðmundssonar og G. Lejströms
ásamt ýmsum öðrum bókum.
Söngur. Rödd hvers einstaks nýs nema, sem í skólann kom, var
prófuð áður en söngkennslan hófst. Þeirri reglu hefir áður verið
fylgt í sambandi við þessa námsgrein. Margir piltar fengu undan-
þágu frá söngnámi að þessu sinni, en hana fá þeir einir, sem hafa
veikluð raddfæri eða drengir í mútum ellegar þeir, sem eru ósöng-
næmir, hvorki hafa rétta tóna né fá greint réttilega á milli þeirra
(skortir söngeyra).
Langflestar stúlkur gátu tekið þátt í söngnum. Þær reyndust
því, eins og áður, sé miðað við heildina, mikið söngnari en piltarn-
ir. —
M. a. var lögð stund á kórsöng og var söngnemum skipað í fimm
söngflokka, þ. e.: blandaður kór eldri deildar, blandaður kór yngrí
deildar og blandaður kór allra söngnema. og auk þess karlakór og
kvennakór. Þessi skipting virðist heppileg. Hún vekur heilbrigðan
metnað meðal nemenda og eykur fjör og tilbreytni í sönglífi skól-
ans.
Á skólaárinu voru æfð nær fimmtíu lög þrí- og fjórrödduð. Eins
og áður hefir tíðkast hér í skólanum, var varið mjög' mikium tíma
tii meðferðar ljóðanna út af fyrir sig. Til þess að uppræta mállýti,
til þess að samræma framburðinn og til eflingar Ijósri og eðlilegri
framsetningu kvæðanna. — Stöku sinnum var hver nemandi látinn
syngja einsöng. — Bókleg fræði voru kennd með svipuðum hætti
og fyrr, einn tími í hvorri deild, söngfræði, ágrip af sönglistar-
sögu o. s. frv.
Auk fastra töflutíma sungu kórarnir við ýms tækifæri: á
skemmtisamkomum skólans, á laugardagskvöldum, við messugjörð-
ir í skólanum, um hátíðar, fyrir gesti, í útvarpið, við skólauppsögn,
o. s. frv. — í eldri skólaskýrslum Laugarvatnsskóla geta þeir, sem
þess kynnu að óska, kynnt sér nokkru nánar tilhögun og annað, er
að þessari námsgrein lýtur.
Handavinna. Kennt var saumar, trésmíði og bókband.
Stúlkunum var veitt nokkur tilsögn í kjólasaumum, útsaumi og
hekli, en lang mest áherzla var lögð á viðgerðir og viðhald fatnaðar.
Vandasömustu hlutirnir, sem piltarnir smíðuðu, voru skrifborð,
alls fjögur. í bókbandi er kennt að binda í skinn og djúpfals en
ekki að gylla.
Bókasafnið hefir aukizt á þessu ári um allt að 160 bindum. Tvö-