Viðar - 01.01.1936, Blaðsíða 55
Viðar]
NÚPSSKÓLI 1906—1936
41
áður í þessu augnamiði, en langmestum hluta fjárupp-
hæðarinnar var þó safnað eftir að samþykktin var gerð.
Var það Elías Halldórsson, þáverandi bankagjaldkeri á
ísafirði, félagi í U. M. F. Árvakur, er átti hugmyndina að
leita til ýmsra manna um vaxtalaus lán til sambandsins
á því, sem til vantaði, en Kristján Guðmundsson (núver-
andi framkvæmdastjóri H. f. Pípugerðarinnar í Reykja-
vík), einnig félagi í U. M. F. Árvakur á ísafirði, ferðaðist
um félagssvæðið og safnaði loforðum.
Héraðssambandið hafði nokkru áður á héraðsþingi sam-
þykkt að gera lýðskóla héraðsins að óskbarni sínu, og
sýnir það bezt hug ungmennafélaganna til skólans, enda
hefir ungmennafélögum hér á Vestfjörðum margur góður
liðsmaður komið frá skólanum á Núpi, og vildu þau með
þessum drengilega stuðningi rétta skólanum þakkláta
bróðurhönd á þessum alvarlegu tímamótum hans. Aðrir
aðilar úr héraði, er lofuðu fjárframlögum, voru: Vestur-
ísafjarðarsýsla 10000.00 kr., N.-ísafjarðarsýsla 10000.00
kr. og Barðastrandarsýslur 10000.00 kr. Strandasýsla hvarf
að því ráði að sameinast Húnavatnssýslum um Reykja-
skóla, eins og kunnugt er.
Auk áður talinna framlaga og loforða úr héraði, hafa
hreppar og einstakir menn lagt til skólans rúmlega
6000.00 kr.
Á nefndum tímamótum stóð skólinn nokkuð höllum
fæti í samanburði við hina yngri og nýbyggðu alþýðu-
skóla, að því er húsnæði og ytri aðbúð snerti, þar sem
hann bjó að mestu við gömul hús, er byggð höfðu verið
smátt og smátt, eftir því sem þarfir skólans uxu.
Var því tekið til óspilltra mála og þegar hafizt handa
með að samræma ytri stakk skólans kröfum tímanna, eft-
ir því sem lofuð fjárframlög guldust og ríkið gat af hendi
látið, að sínum hluta. En heimskreppan, sem skall á um
sama leyti, hefir nokkuð tafið framkvæmdir.
Var þá strax haustið 1929 sett miðstöð í skólahúsið, er
kostaði, ásamt fleiri umbótum, kr. 2885.62.