Viðar - 01.01.1936, Blaðsíða 191
Viðar] ÚTDRÁTTUR ÚR SKÓLASKÝRSLUM M. M. 177
sæmilega um flest mál, sem fram komu, þó nokkuð eftir málefnun-
um, sem eðlilegt er, þar sem þau eru mjög ólík og fjölbreytt, eins
og- venja er til. Enda ekki hlífzt við að ræða mál, sem gætu valdið
hita.
En það er þýðingarmikið og vandasamt að finna góð málefni til
umræðu.
Framsöguræður voru venju fremur vandaðar og' allar umræður
háðar í bróðerni, þó að skoðanamunur væri töluverðui' í ýmsum
málum.
Þó að umræður tækjust venjulega vel, var þátttaka nemendanna
ekki nærri nógu almenn, þegar litið er til fjöldans. Á það einkum
við stúlkurnar, sem nær engan þátt tóku í umræðunum, þótt þær
oftlega væru til þess mjög brýndar. Og' er þetta allt annað en
giæsilegt fyrir kvenréttindabaráttu þessa lands.
Yfirleitt virðist mér enn mikið vanta á það, að nemendur geri
sér fulla grein fyrir því, hversu þýðingarmikil þessi starfsemi skól-
ans er. Enda er það ekki fágætt, að margt eldra fóik geri lítið úr
öllu því, sem er byggt á framtaki og vilja nemendanna sjálfra, þó
að sá hugsunarháttur sé nú, sem betur fer, heldur að minnka.
Mitt álit er það, að við lærum, fyrst og fremst, til þess að verða
starfshæfari eftir en áður, geta betur unnið að áhugamálum okkar,
en þau eru oft um ieið félagsmál, og' sem aðeins verður hrundið fram
með því að rita um þau og' ræða þau við félagana. Og þá ætti það
ekki lengur að orka tvímælis, hversu ómissandi það er hverjum
manni, sem vili taka þátt í málum samtíðar sinnar, að geta sett
hugsanir sínar skipulega fram í ræðu og' riti.
Skólablaðið kom út hálfsmánaðarlega og var lesið upp á fundun-
um. í ritstjórn voru: Björg' Ríkarðsdóttir, Inga Magnúsdóttir og'
Björn Gunnarsson. Blaðið flutti, sem venja. er til, ritgerðir, sögur
og kvæði. Var það allt vandað að frágangi en naumast nógu létt
og hressandi. Nokkurrar tregðu gætti hjá nemendum að rita í blað-
ið, enda töluverður tími og erfiði, sem til þess þarf, ef vel á að
vera, ekki sízt þegar ung'lingar eiga í hlut. Blaðið var handskrifað
eins og að undanförnu.
Bókmenntaflokkurinn starfaði áfram, en þó með nokkuð öðx'u
sniði. Var það einskonar upplestrarstai-fsemi og' stóð í sambandi
við skólafélagið.
Lásu nemendur upp sögur og kvæði á sunnudagskvöldum, eftir
íslenzka höfunda, venjulega sitt eftir hvern höfund. Var það oft
hin bezta skemmtun auk þess, sem þetta er góð æfing í að koma
fram opinberlega og bera skýi't fram hreint og gott mál. Hefir
það virzt miklum annmöi'kum bundið að halda uppi fyrirlestrum
um helztu íslenzka rithöfunda og skáld, samhliða hinu fasta námi,
12