Viðar - 01.01.1936, Blaðsíða 117
Viðar] HÖGNI ÞORSTEINSSON 103
Þann veg vildi Högni heitinn þroska sig, með sjálfstæðu
heimanámi, undir leiðsögn skólanna. En nú er hann dá-
inn og horfinn, hvílir við hlið afa síns í kirkjugarðinum
á Melstað, horfinn til hinna þráðu feðra og hefir, þótt
ungur væri, unnið sér þegnrétt með Abraham, ísak og
Jakob íslenzkra fræða.
Högni heitinn lá stutta banalegu og andaðist 3. okt. i
haust. Allan tímann, sem hann lá, var honum ljóst, að til
tveggja vona brá með batann, og bar hann þrautir sínar
með stakri hugprýði. Þegar hann sá hryggð á fólkinu,
gerði hann að gamni sínu og glímdi við bragraunir, þegar
þrautir ætluðu að buga hann, til að harka af sér. Þess á
milli talaði hann um það, hvað hann ætlaði að gera ef
hann lifði, og hvað fólkið ætti að gera ef hann dæi. Hann
ákvað að bækur sínar færu til skólans að Reykjum sem
gjöf.
Þessar bækur eru nú hingað komnar, um 300 að tölu,
allt góðar bækur og vel með farnar, sumar mjög verð-
mætar og sjaldgæfar. Bókunum fylgir 1000 kr. gjöf frá
heimilisfólkinu á Bessastöðum. Bækurnar verða gerðar
að sérstöku safni, sem ber nafn Högna, og verður vöxt-
unum varið til að fullkomna safnið og auka að þeim bók-
um, sem verðmætastar koma út á íslenzku ár hvert.
Við, sem að skólanum stöndum, þökkum þessa gjöf. Við
vonum, að bækur Högna og sjóður hans verði til þess að
hjálpa mörgum námfúsum unglingi eftir þeirri braut,
sem Högni mundi gengið hafa, hefði hann lifað. Við ósk-
um þess, að það megi beina mörgum æskumönnum í
slóð Högna og Björns Gunnlaugssonar. Ef til vill vilja
einhverjir frændur og vinir Högna efla sjóðinn og safn-
ið. Ef til vill mundu einhverjir bókaútgefendur vilja
senda safninu bækur, leggja stein í minnisvarða þessa
merkilega barns, sem flestum betur hefir sýnt og sannað.
hve langt verður komizt með bókunum einum.
[Reykjaskóla, á nýárinu 1936].