Viðar - 01.01.1936, Blaðsíða 108
94
HÉRAÐSSKÓLARNIR OG FRAMTÍÐ ÞEIRRA [Viðar
verk tala. Þau setja ánægjulegan blæ á heimilin, og þau
benda í þá átt, sem straumlínan liggur.
En það er meira hægt að segja um þetta unga fólk. Það
er yfirleitt reglusamt í bezta lagi, notar minna vín og tóbak
heldur en títt er um ungmenni á sama aldri. Þessir æsku-
menn, sem hafa synt daglega í einn eða tvo vetur, hirða
vel líkama sinn og bera glögg merki íþróttaiðkana í allri
framkomu. En auk þess hafa heimilisvenjur skólanna
gefið nemendum sjaldgæfan og heppilegan undirbúning
fyrir nútímalíf. í héraðsskólunum eru piltar og stúlkur á
ungum aldri í heimavist. Þau sitja í tímum saman, lesa
meira og minna saman, eru stundum saman í sundi og
mikið saman á gönguferðum og skíðum. Allir nemendur,
jafnt piltar sem stúlkur, hirða herbergi sín, skólastofur
og ganga. Allir nemendur — piltarnir líka — þvo nærföt
sín og plögg, bera auk þess fram matinn og þvo matar-
ílát og borðbúnað að lokinni máltíð. Aldrei áður hafa ís-
lenzkir karlmenn lært á þennan einfalda hátt að bjarga
sér sjálfir við einföld heimilisstörf.' Hér er fullkomið
jafnrétti milli karla og kvenna. í héraðsskólunum eru
piltar og stúlkur í starfinu raunverulega bræður og syst-
ur meir en tíðkaðist á eldri heimilum, þar sem hlutur kon-
unnar var að gamalli venju gerður erfiðari en starf karl-
mannsins.
Margir munu halda, að slíkt sambýli karla og kvenna
muni leiða til mikilla ástaræfintýra í heimavistarskólum
þessum. En reynslan bendir í gagnstæða átt. Að vísu mun
hin mikla aðsókn að skólum þessum að einhverju leyti
stafa af því, að þeir verða heimilislegri og eðlilegri ungu
fólki, heldur en þeir skólar, sem eru eingöngu fyrir pilta
eða stúlkur. En að öðru leyti virðist hið frjálsmannlega
heimilislíf og hinar miklu íþróttir taka af sambúð karla
og kvenna í héraðsskólunum þann lausungarbrag, sem
einkennir samlíf unglinga, er eiga við leiðinleg lífskjör að
búa í þéttbýli. í þessu sambandi hygg ég þó, að sú nýjung,
sem Bjarni Bjarnason, skólastjóri á Laugarvatni, tók upp í