Viðar - 01.01.1936, Blaðsíða 120
106 ER SÖNGNÁM í SKÓLUM AÐEINS DÆGRADVÖL [Viðar
Á ég hér við útdrátt úr skýrslum kennaranna, Aðal-
steins Sigmundssonar og Bjarna M. Jónssonar: „Lands-
próf vorið 1934“.
Samkvæmt þeim gögnum, er þeir hafa lagt til grund-
vallar skýrslum sínum, verður niðurstaðan sú, að meira
en helmingur allra fullnaðarprófsbarna (eða full 57 og
56%) í þeim skýrslum, þar sem ástandið er lakast, gjörir
ekki greinarmun á e og i. Mjög er þetta misjafnt, eftir
því hvaða sýslur eiga í hlut, en meðaltalið sýnir þó, að
nærri því fjórði partur (22,64%) á öllu landinu er ofur-
seldur þessari plágu, og í einstökum skólahéruðum eru öll
börn (100%) hljóðvillt. Er þetta ekki ískyggilegt ástand?
Og allar þessar ritvillur, ásamt öðrum af svipuðum toga
spunnar, eiga rót sína að rekja til framburðarlýta. Að
þessu athuguðu liggur í augum uppi, að róa þarf að því
öllum árum að fegra og hreinsa framburðinn.
í athyglisverðri bók nýútkominni: „Skrift og skriftar-
kennsla“, tekur Sig. Thorlacius skólastjóri þessa grein
eftir próf. Chouston upp í forysturitgerð sína: „Málið er
hið undursamlegasta samband, sem til er í ríki náttúr-
unnar, milli sálar- og vöðvastarfsemi. Mæður og kennarar
ættu að gjöra miklu meira en nú er gjört til þess að
kenna skýran og skilmerkilegan framburð. Það er ekki
einungis um það að ræða að fá á þann hátt fullkomnari
túlkun á hugmyndum okkar, heldur hefir málið, eins og
hverskonar vöðvastarfsemi, gagnverkandi áhrif á hinar
æðri heilastöðvar, og við mundum ávinna okkur sterkari
tilfinningar og skarpari skilning með því blátt áfram að
venja okkur á að tala betur.“ Þessi tilvitnun er tekin úr:
„Die Gesundheitspflege des Geistes“, þ. e. heilsugæzla
andans.
Söngkennarinn vinnur að því, eftir fremsta megni, að
samræma svo sem auðið er framburð orðanna, og hann
gjörir það, sem í hans valdi stendur til þess að þjálfa svo
raddfærin, að röddin megni að tala og syngja hljóðhreint,
og hann lætur einskis ófreistað til þess að fullkomna