Viðar - 01.01.1936, Blaðsíða 58
44
NÚPSSICÓLI 1906—1936
[Viðar
11, aðalkennari 1911—29, hefir verið skólastjóri héraðs-
skólans síðan 1929.
Námsgreinir þær, er Björn kenndi aðallega voru: nátt-
úrufræði (nema grasafræði), tungumál, leikfimi, teikn-
un og framsagnarlist, ennfremur áðurtaldar námsgreinar
til skiptis við sr. Sigtrygg. Síðan Björn varð skólastjóri,
hefir þetta breytzt nokkuð, m. a. hefir sérstakur íþrótta-
kennari komið að skólanum.
Björn Guðmundsson er ágætur kennari, prýðilega máli
farinn og menntaður vel. Hann hefir ferðast tvívegis ytra,
síðara skiptið 1924—25 er skólinn starfaði ekki. Dvaldi
hann þá lengst í Noregi, við lýðháskóla þar, einnig í Sví-
þjóð og Danmörku, sótti kennaranámsskeið í Askov. Hann
fór þá einnig til Finnlands á Norræna kennaraþingið, er
þá var haldið þar. Heimsótti hann marga skóla í þeirri
ferð og kynntist nýrri starfsaðferðum. Björn er framúr-
skarandi fjölhæfur maður, hefir m. a. staðið fyrir sumum
húsbótum skólans, t. d. þeirri, er gerð var sumarið 1927,
enda fengizt víðar við byggingar á sumrum, meðan hann
var kennari. Hann er náttúruhagur og verklaginn og
leggur gjörva hönd á flest.
Hann er ljúfur í umgengni og áhrifaríkur, enda mjög
ástsæll kennari og æskulýðsleiðtogi.
Hygg ég, að þessir tveir framantaldir menn hafi verið
sérstaklega vel samstilltir sem kennarar, þótt að ýmsu
séu þeir ólíkir.
Það var því eftir tillögu og að ráði sr. Sigtryggs, að
Björn varð skólastjóri héraðsskólans, enda einróma álit
skólanefndar. Hefir hann fetað trúlega í fótspor fyrir-
rennara síns, að því er umhyggju fyrir hag skólans við-
kemur og lánað honum fé úr eigin vasa, þegar lofuð
framlög ekki guldust á tilsettum tíma eða fé vantaði til
framkvæmda.
Guðný Jónsdóttir frá Galtafelli kenndi við skólann 1916
—19, m. a. handavinnu stúlkna.
Hjaltlína Guðjónsdóttir frá Brekku á Ingjaldssandi,