Viðar - 01.01.1936, Blaðsíða 141
Viðar] HÉRAÐSSKÓLARNIR OG VIÐHORF ÆSKUNNAR 127
er. Það er spurt að því, hvort æskufólkið sé nægilega
þroskað, til þess að miða lífskröfur sínar við eigin getu.
Það er spurt að því, hvort það fyrst og fremst beini kröf-
unum til sjálfs sín, hvort það ætli að leitast við að bæta
lífskjör sín og framtíð með myndarlegu starfi, festu og
reglusemi.
Það er áreiðanlegt, að sú kynslóð, sem nú er að komast
á legg, er alin upp við betri skilyrði en nokkur þeirra, sem
á undan eru gengnar. Það er því sanngjarnt og sjálfsagt,
að gera til hennar miklar kröfur. Og ég hefi þá trú, að
það sé óhætt. Ég trúi því fastlega, að unga fólkið, sem
innan skamms tekur á sínar herðar þungann af lífsbarátt-
unni, hafi nægan þrótt til að yfirstíga erfiðleika framtíð-
arinnar, sem vissulega eru miklir — ef átakinu er rétti-
lega beitt.
Hvað ætlar ungi maðurinn fyrir sér? Hann þarf atvinnu
og hann vill eignast sitt eigið heimili, þar sem hann getur
lifað menningarlífi. Að því stefnir hver ungur, heil-
brigður maður.
Að þessu marki liggja tvær höfuðleiðir. Önnur til kaup- .
staðanna — hin til sveitanna. Valið milli þessara leiða er
eitt höfuðvandamál þjóðarinnar nú. Fólkið er þegar of
margt í kaupstöðum landsins, miðað við atvinnumögu-
leika. Verða ekki leidd rök að því hér, hvers vegna svo
hefir farið. Það skal þó tekið fram, að þar er ekki glys-
girni og glaumþrá æskunnar um að kenna einum saman.
Framtíð sveitanna er stórmál, sem þarf að leysa, og það
er þegar hafin merkileg viðleitni í þá átt að gera mönn-
um mögulegt að sitja áfram að búum sínum og byggja
ný heimili í sveitum landsins — og það verður próf-
steinn á manngildi íslenzkrar sveitaæsku, hvernig hún
tekur þessari nýju viðleitni löggjafans.
Út frá þeirri staðreynd, að atvinnulíf kaupstaðanna þol-
ir ekki liðsauka — er aðeins ein rökrétt ályktun til —
sú að hefja nýtt landnám í sveitum landsins.
Sú var tíðin, að íslenzkir bændur og æskumenn sáu