Viðar - 01.01.1936, Blaðsíða 103
Viðar]
SÍÐUSTU ORÐ
89
Nafna tveggja verð ég að geta enn, þótt þeirra nyti
skemur við.
Guð ný Jónsdóttir frá Galtarfelli, kennslukona.
Kennslu hennar og umgengni naut aðeins skamma stund,
en fegurðarnœmi, Ijúflyndi og móðurleg umhyggja var
dýrmœtt. Og mér var Ijóst, að viðkynning hennar hér og
starf átti mikinn þátt í að afla skólanum þeirrar hylli út í
frá, sem hann náði.
V al dim ar Ö s s ur ar s o n tók við kennslu fyrir mig
tvo síðustu veturna. Auk þess, að hann rækti það starf
með mestu alúð, gerði hann sér far um að vera hróðir og
leiðtogi nemenda til góðra fyrirtækja.
En það eru eklci aðeins mennirnir, sem mér virðist að
hafi verið mér hliðstœðir og stuðningsríkir, sem hera
mér enn ilm frá sumargróðri. Mörg atvik þessara mála
réðust svo, að ég mœtti vera kaldur, ef eigi fyndi ég, að
ósýnileg hönd leiddi mig til hagsmuna. — Menn mega, ef
sýnist, nefna það tilviljan, hendingu eða annað; ég nefni
það forsjón hér að ofan — forsjón guðs. Ég má ekki leyna
því Ijósi. Og um leið og ég þakka það í einu og öllu, sem
blœrinn nú hvíslar mér, óska ég og hið af hjarta, að þetta
Ijós — Ijós allra menntaljósanna — megi skína skólanum
ókomin ár. Og til þess að hann tryggi sér það, hendi ég
honum á þetta heilrœði skáldsins:
„Ver dyggur, ver sannur, því drottinn þig sér,
haf daglega Jesúm í verki með þér.“
Það skulu mín síðustu orð.