Viðar - 01.01.1936, Blaðsíða 186
172
ÚTDRÁTTUR ÚR SKÓLASKÝRSLUM M. M. [Viðar
ann, mest í fyrirlestrum. í þeirri deild fluttu nemendur einnig
nokkur erindi um sjálfvalið efni. Til sögunnar var varið 3 stundum
vikulega í yngri deild en 1 stund í eldri deild.
LavAafrxbi. Eldri deild: Landafræði og mannkynssaga voru
kenndar saman og sérstök áherzla lögð á atvinnu- og menningarlíf
þjóðanna. Kennt var í fyrirlestrum 2 stundir á viku. Stuðzt var við
»Jorden« eftir Werner Werenskiold og mannkynssögu eftir H. G.
Wells og P. Munch.
Yngri deild: Fram til jóla voru kennd í fyrirlestrum ýms höfuð-
atriði um himingeiminn og þróunarsagan í stórum dráttum. Seinni
part vetrar var farið yfir mestan hluta af »Lýsing lslands« eftir
Þorvald Thoroddsen.
Shrift og teikning. Teikning' var kennd þeim, er þess óskuðu. Til-
sögn í skrift fengu þeir, sem lakast skrifuðu.
Félagsfrxði. Mest kennd í fyrirlestrum og samtölum. Stuðzt við
»Þjóðskipulag' ísiendinga« eftir Ben. Björnsson, félagsfræði eftir
Jón Guðmundsson og hagfræði eftir C. Gide.
Heilsufrxði. Kennsian fór fram í fyrirlestrum. Heilsufræði
Steingríms Matthíassonar var lögð til grundvallar, en ítarlegar
sagt frá. Þannig voru kennd helztu atriði efnafræðinnar og nokkur
fræðsla veitt um þýðingu fimleika og íþrótta og skynsamiegra iðk-
ana þeirra.
Grasafræði. Lesnar Plöntunar eftir St. Stefánsson. Haldnir fyr-
irlestrar um nytsemi jurtaríkisins. Síðast taldar þrjár námsgreinar
eru kenndar nær því eingöngu í y. d.
Eðlisfræði. Aðeins kennd í e. d. Kennt var í fyrirlestrum, 1 st. á
viku. Stuðzt við kennslubók í »Fysik« eftir 0. G. Gjössten og »Na-
turen og dens Kræfter« eftir H. O. G. Ellingsen. Tilraunir sýndar,
þegar því varð við komið.
Reikningur. Notuð var Reikningsbók dr. Ólafs Daníelssonar.
Einnig stuðzt við ýmsar aðrar reikningsbækur. Nemendur neðri
deildar komust út að jöfnum, þeir beztu, í efri deild út að »Ýms
dæmi«, sumir skemmra.
Bókfærsla. Aðeins kennd í e. d. Kennd var bæði einföld og tvö-
föld bókfærsla.
Erlend, tungumal. Nemendum í dönsku og' ensku var skipt í þrjá
flokka. Þýzkuflokkur var einn og sænskuflokkur einn.
Danska. Lesin var kennslubók eftir Jón Ófeigsson og Jóhannes
Sig'fússon. Byrjendur (III. fl.) lásu allt 1. h. og allmikið í 2 h. II.
fl. las 2. og 3. h. I. fl. las 3. h. og talsvert í kennslubók Jóns Ó-
feigssonar og' Sig. Sigtryggssonar.
Enska. Lesin enskunámsbók Geirs Zoega. III. fl. (byrjendur)
lásu 50 kafla, II. fl, las út á bls. 200, I. fl. lauk við bókina og byrj-