Viðar - 01.01.1936, Blaðsíða 160
146
TVÆR MYNDIR
[Viðar
Ég stanza í annað sinnálitlu hæðinni á ströndinnioglitast
um. Þar sem fyrir tuttugu árum byggingin mikla blasti
við á bersvæði er nú skógarland að sjá. Einungis grillir
hingað og þangað í múrana gegn um laufskrúðið, en
heildarsvipurinn sést ekki. Nú er vegurinn upp að skól-
anum trjágöng en ekki venjulegur vegur. Þegar ég beygi
þar inn, sé ég einungis lítinn hluta af framhlið skólans.
Allt er nú að vísu blómlegt og hlýlegt, en hið víða út-
sýni, sem við íslendingar unnum svo mjög, er að mestu
horfið. Ég geng inn á skólahlaðið. Um tuttugu bifreiðum
er raðað meðfram stéttinni. Nýi tíminn hefir haldið inn-
reið sína. — Það er verið að halda vormót skólans og
fjöldi fólks er því þarna saman kominn. Eftir litla stund
er ég kominn inn í iðuna.
í þetta sinn dvaldi ég hálfan mánuð á skólanum og
naut prýðilegrar gestrisni frú Bredsdorff, sem nú átti
skólann, og sonar hennar. Naut ég þess að nokkru, að ég
var heimilismaður frá „fyrsta árinu“. Kynnti ég mér alla
skólahætti á daginn en sat á kvöldin hjá gamla vini mín-
um, June, sem áður var ráðsmaður á skólanum, og rabb-
aði um liðna daga. Kynntist ég þá sögu skólans nokkuð.
Þetta var ekki sami skólinn og sá, sem ég þekkti fyrir
tuttugu árum. Nokkru ollu breyttir tímar, en mestu olli
það, að Bredsdorff var horfinn.
Síðustu fimm árin höfðu verið næsta erfið, og þess
gætti enn, þótt auðfundið væri, að nú var aftur að rofa
til. Frú Bredsdorff átti skólann. Aðfenginn skólastjóri
átti að stýra honum en fann sig bundinn af vilja frúar-
innar og gömlum venjum, sem helgaðar vóru af minn-
ingu Bredsdorffs, er nú var orðinn dýrlingur skólans, og
sem mjög þurfti að taka tillit til. Og látinn maður er ekki
heppilegur stjórnandi á stóru heimili, þótt afburðamaður
hafi verið í lifanda lífi. Fjórða stórveldið hafði svo verið
sonurinn, sem var við nám, en átti að taka við skólanum
i íramtíðinni. Öryggið, sem áður var, hafði horfið. Engum
fannst hann fullkomlega eiga að ráða. Nemendatalan