Viðar - 01.01.1936, Blaðsíða 118
[Viðar
Er söngnám í skólum
aðeins dægradvöl?
Eftir Þórð Kristleifsson.
Sumar menningarþjóðir hafa í fræðslulögum sínum
sjálfstæðan og yfirgripsmikinn kafla um söngkennslu í
skólum. Eru þar veittar margskonar bendingar um til-
högun kennslunnar og markmið hennar skýrt rækilega. 1
þessum reglum eru markaðar línur um það, í hvaða anda
skuli starfað, hvað forðast beri í sambandi við söngnámið
og á hvaða atriði skuli sérstök stund lögð. Er þess krafizt,
að söngkennslan miði að því, m. a., að styðja og efla aðrar
námsgreinar skólans, þær námsgreinar, sem talið er, að
söngnámið geti átt beina samleið með. Það er ekki um
það að sakast, þótt íslendingar hafi ekki ætlað söng-
kennslunni mikið né vandasamt hlutverk á þessu sviði,
enn sem komið er. En ef það skyldi reynast svo, að söng-
kennsla, sé hún nægilega alhliða, geti hjálpað til að
lækna sum þeirra meina, er hvað mest hefta framfarir
barna og unglinga við nám og kýta vöxt þeirra á andleg-
um sviðum, þá virðist það hvort tveggja í senn óheilbrigt
og óhyggilegt að færa sér ekki slíka möguleika í nyt.
I öllum almennum skólum mun varið til móðurmáls-
kennslu mikið ríflegri tíma heldur en til annara náms-
greina. Sennilega eru allir á eitt sáttir um það, að þetta
sé eðlileg niðurskipun og í alla staði rökrétt, vegna þess,
að vitað er, að kunnátta í móðurmálinu er undirstaða
allra annarra bóklegra fræða. Er því mikils um það vert,
að þar sé ekki á sandi að byggja og ekki gengið framhjá
neinu því, sem býr nemendur sem bezt að heiman í þess-
ari. grein.
En þrátt fyrir hinn mikla tíma og erfiðara starf kenn-