Viðar - 01.01.1936, Blaðsíða 81
Viðar] ENDURMINNINGAR UM NÚPSSKÓLA 67
þegar ég kynntist honum, megi verða því ríkari og þýð-
ingarmeiri, sem náms- og menntunarskilyrðin verða
glæsilegri.
Að endingu langar mig til að bæta við þessar línur mín-
um beztu kveðjum til allra kennara og skólasystkina
minna frá Núpi, ásamt vinhlýju þakklæti fyrir ógleyman-
' legar samverustundir.
Skálpastöðum, 20. ágúst 1936.
Þorst. Guðmundsson.
III.
I haust eru liðin 30 ár síðan ungmennaskólinn á Núpi
tók til starfa, og í haust eru liðin 17 ár síðan ég gerðist
þar nemandi.
Ósjálfrátt leitar hugurinn til baka, að Núpsskólanum,
eins og hann var þá, og það er ljómi fagurra minninga yf-
ir staðnum.
Ég var barn að aldri þegar ég kom að Núpi. Ég hlakk-
aði mjög mikið til að fara þangað, og þótt mér þætti leitt
í bili að skilja við pabba og mömmu og aðra heima, sem
ég hafði vart verið næturlangt frá áður, þá beið ég þess
með eftirvæntingu, að stíga fæti mínum inn í það æfin-
týraland, sem mér fannst að skólinn mundi vera. Og von-
ir mínar brugðust ekki. Ég átti þar gott og skemmtilegt
heimili. Ég v,ar tvo vetur á Núpi, og ég fór þaðan með
hugann hlýjan af þakklæti til kennara og nemenda, auð-
ug af góðum áformum og trú á lífið.
Það sem mér finnst hafa verið mest einkennandi fyrir
skólann var, hve allt var þar heimilislegt, einfalt og yfir-
lætislaust.
Kennarar og nemendur mötuðust saman. Fæðið var
gott en íburðarlaust og ódýrt. Húsakynni voru fremur
þröng og margt skorti, sem nú þykir ómissandi í skólum
fyrir unglinga, en sem ekki var farið að gera kröfur til
þá. En yfir öllum skólanum ríkti samstillt gleði og friður
eins og á góðu heimili.
5*