Viðar - 01.01.1936, Blaðsíða 192
178 ÚTDRÁTTUR ÚR SKÓLASKÝRSLUM M. M. [Viðar
bæði vegna tímaleysis og ónógrar þekkingar nemenda á þeim. Og
það er mitt álit og margra fleiri, að höfundar kynnist eins vel eða
betur með því að nota tímann til að lesa upp verk þeirra. Munu
flestir nemendur vera ánægðari með þetta fyrirkomulag en hið
fyrra, að því þó alveg ólöstuðu. Virtist nemendum vera ánægja í
því að lesa upp, og voru jafnan fleiri umsækjendur en komust að
í hvert skipti.
Bókmenntaflokkurinn á nú um 50 kr. í sjóði, sem geymdar eru
hjá Guðm. Gíslasyni, kennara.
Taflflokkurinn var endurreistur og starfaði með svipuðum hætti
og fyrr.
Skemmtanvr. Ákveðið var að halda. opinbera skemmtisamkomu 1.
desembei' og hafinn undirbúningur fyrir hana, þegar veikindi
komu upp í skólanum og hindraði framgang samkomunnar. Var
hún því aðeins innan skólans og fór vel fram. Virtust allir
skemmta sér hið bezta. Heyrði ég suma kennarana telja það ein-
hverja beztu skemmtun, sem hér hefir verið.
Eftir nýái'ið var haldin skemmtun fyrir börn í nágrenni skólans.
Á skemmtuninni var »Þyrnirósa« leikin og margt fleira til
skemmtunai' fyrir börnin. Virtust allir skemmta sér vel, bæði börn-
in og einnig þeir fullorðnu. Er þetta í fyrsta skiptið, sem barna-
skemmtun er haldin í skólanum. Leikfimi var sýnd annaðhvert
laugardagskvöld en dansað hitt. Voru hinir mestu erfiðleikar með
góða »dansmusik« og er nauðsyn að ráða þar bót á fyrir næsta
skólaár. Vii'ðast unglingar nú síður læra. að leika á hljóðfæri en
áður, og er því ekki ráðlegt að treysta á góða spilara úr hópi nem-
enda. Þá var útvarpað frá skólanum eitt kvöld, söng og ræðum. Er
það ekki mitt hlutverk eða okkar, sem að því stóðum, að dæma um,
hvernig það hefir tekizt, heldur þeirra, er á hlýddu. En mörg þakk-
arávörp fengum við fyrir kvöldið, sem báru ótvirætt vott um á-
nægju af kvöldinu og vinarhug til skóla.ns.
Heimsóknir voru nokkrar í vetur. Helzt mætti telja um 20 gamla
nemendur skólans, sem komu frá Reykjavík og gistu eina nótt hjá
okkur. Var þá skemmt sér eftir föngum. Þá komu þingmenn þeir,
er sæti eiga í fjárveitinganefnd, og frúr þeirra, rétt í lok skólans
og gistu. Formaður nefndarinnar var Bjarni Bjarnason, skólastjóri.
S. B. S. sendi nokkra fuiltrúa hingað austur til að ræða við okk-
ur um bindindismál, og fleira mætti telja.
Ferðalög. Mánudaginn 10. febi'. fóru nær allir nemendur, kenn-
arar og starfsfólk skólans í 7 stórum bílum austur að Geysi og
Gullfossi. Veður var hið ákjósanlegasta og færi sæmilegt. Farið
var með sápu í hverinn og fengum við gott gos í staðinn. Það var
á að gizka um 20—30 metra hátt og súlan vel bein og glitraði úð-