Viðar - 01.01.1936, Blaðsíða 59
Viðar]
NÚPSSKÓLI 1906—1936
45
nemandi skólans 1908—10, prófastsfrú að Núpi, kenndi
stúlkum handavinnu 1919—34, auk þess íslenzku um tíma.
Valdimar Össurarson frá Kollsvík, nemandi skólans ár-
in 1916—18, kenndi við skólann árin 1926—30.
Jónas Þorvaldsson, kennari frá Borgarnesi, kenndi við
skólann 1930—32.
Helgi Valtýsson, kennari, Reykjavík, kenndi 1932—35.
Haukur Kristjánsson, bóndi á Núpi; kenndi song við
skólann síðan 1929, að sr. Sigtryggur lét af stjórn hans og
kennslu að öllu. Haukur var nemandi skólans 1920—22.
Viggó Nathanaelsson, íþróttakennari frá Þingeyri, kenn-
ir íþróttir og handavinnu pilta síðan 1931.
Hólmfríður Kristinsdóttir frá Núpi, nemandi skólans
1913—15, kennir frá 1934 handavinnu stúlkna, þar á með-
al málun, vefnað, leðurvinnu.
Eiríkur J. Eiríksson, guðfræðingur frá Eyrarbakka, var
ráðinn kennari við skólann síðastliðið haust, dvelur nú
ytra í sumar, en tekur aftur við kennslu að þeirri dvöl
lokinni.
Ég hygg að það sé eigi of mælt, þó að sagt sé, að skól-
inn hafi verið mjög heppinn í vali þessara kennara, en
þrátt fyrir það, að svo margir kennarar, eins og hér segir,
hafa dvalið við skólann, verður mótun hans aðallega að
teljast verk hinna fyrsttöldu, fyrrv. og núverandi skóla-
stjóra, þar sem hinir flestir hafa starfað svo stuttan tíma.
Eftirlitsmenn eða prófdómarar skólans.
Meðan sr. Sigtryggur rak skólann og stjórnaði honum,
voru lengstum prófdómarar þeir sr. Þórður Ólafsson pró-
fastur á Söndum, sýslunefndarmaður í Þingeyrarhreppi,
og Friðrik Bjarnason, herppstjóri og sýslunefndarmaður að
Mýrum, tilnefndir af sýslunefnd Vestur-ísafjarðarsýslu.
Síðan skólinn varð héraðsskóli, hafa þeir sr. Sigurður Z.
Gíslason, preStur á Þingeyri og Ólafur skólastjóri Ólafs-
son á Þingeyri verið skipaðir prófdómarar skólans.