Viðar - 01.01.1936, Blaðsíða 56
42
NÚPSSKÓLI 1906—1936
[Viðar
Sumarið 1930 var svo byggð rafstöð við Núpsá til ljósa,
suðu og hitunar, 26 kw. og kostaði hún kr. 29989.83.
Arið 1931 var svo byggður hluti úr fyrirhugaðri fram-
tíðar-skólabyggingu úr steinsteypu í kastalastíl. í kjallara
hússins er sundlaug og rafvélahitunarklefi og í öðrum
enda íbúð íþróttakennarans. Á 1. hæð eru 2 kennslustofur
mót suðri, ásamt safna- og áhaldaherbergi, og gangur á
bak við, eftir húsinu endilöngu. Á efri hæð eru 11 svefn-
herbergi 2—3 manna, kennaraíbúð, snyrtiherbergi og sal-
erni.
Kostaði húsið kr. 62086.06.
Á þessum árum hefir skólinn einnig keypt 10 hundruð
úr Núpsjörðinni (Ranajörðina) og auk þess spildu úr
heimatúninu, er hús skólans standa á.
Sundlaug skólans er hituð með kolamiðstöð og rafhit-
unartækjum.
1935 var svo byggð gufubaðstofa út frá sundlaugarpall-
inum, svo skólinn getur nú boðið nemendum sínum og
gestum gufubað, heitt og kalt steypibað ásamt sundi á
sama stað í húsinu. Er það fyrsti skólinn á landinu, sem
byggir gufubaðstofu í fornum stíl. Alþingi styrkti bað-
stofubygginguna sérstaklega með kr. 1000.00.
Allar þessar umbætur og nýbyggingar, ásamt jörð og
eldri húsum, kosta nú samtals kr. 145822.85. Þar af hefir
ríkið lagt fram kr. 68620.86.
Yfirlit um nemendur skólans.
Á þessum 28 námsárum, sem skólinn hefir starfað, hafa
sótt skólann 426 nemendur alls. Þar af eru 265 úr Vestur-
ísafjarðarsýslu, 61 úr Norður-ísafjarðarsýslu, 39 úr Vest-
ur-Barðastrandarsýslu, 16 úr Austur-Barðastrandarsýslu,
3 úr Strandasýslu, 9 af ísafirði, 7 úr Rangárvallasýslu, 4
úr Eyjafjarðarsýslu, 4 úr Dalasýslu, 4 úr Borgarfjarðar-
sýslu, 3 úr Árnessýslu, 3 úr Vestur-Húnavatnssýslu, 2 úr
Skagafjarðarsýslu, 2 úr Reykjavík, 1 úr Suður-Þingeyjar-