Ný saga - 01.01.1988, Síða 24

Ný saga - 01.01.1988, Síða 24
Þorleifur Óskarsson sum sveitarfélög voru farin að undirbúa togaraútgerð snemma árs 1945, áður en nokkuð var vitað um við- brögð einkaaðila og áður en ríkisstjórnin hafði samið um kaup á einum einasta togara. Einnig má benda á, að sjö sveitarfélög sóttu um togara strax í júlí 1945, en þá var enn allt á huldu um þátttöku einkaframtaksins.34 Þau voru því engan veginn að bregðast við einu eða neinu á síðustu stundu. Það var ekkert nýtt að einkaframtakið stæði sig ekki sem skyldi. Það var hins vegar nýlunda, að sveitarstjórnar- menn væru orðnir sammála um að grípa í taumana. Hugmyndir um útgerð á vegum sveitarfélaga komu fyrst fram um 1916. Þær voru angi nýrrar stjórnmálastefnu, jafnaðarstefnunnar, sem þá var að skjóta varanlegum rót- um hér á landi. A.m.k. þrjú sveitarfélög hófu þátttöku í togaraútgerð á seinni hluta þriðja áratugarins og þó eink- um á þeim fjórða. Þetta voru bæjarfélögin í Hafnarfirði, á Isafirði og í Neskaupstað en á öllum þessum stöðum átti Al- þýðuflokkurinn miklu fylgi að fagna.35 Arið 1945 hafði sjónarmið- um jafnaðarstefnunnar vaxið fiskur um hrygg. Við hlið Al- þýðuflokksins var risinn upp öflugur sósíalistaflokkur, sem einnig taldi opinber afskipti af atvinnulífinu æskileg. Fylgi vinstri flokkanna hafði aukist verulega og ný og réttlátari kjördæmaskipan tryggði þeim alþingismenn í samræmi við fylgi. Þar að auki var Sjálf- stæðisflokkurinn orðinn end- anlega sannfærður um, að hið opinbera yrði að taka til sinna ráða, ef einkaframtakið brygðist. Um haustið 1944 hafði Morgunbladid t.d. þetta að segja um opinbera þátttöku í atvinnulífinu á komandi ár- um:36 Það veltur algjörlega á því, hvort einkaframtakið vill hefja athafnir eða fara í felur, — gera skyldu sína, eða draga sig í hlé og telja aurana eins og Bárður á Búrfelli sláturkeppina. Reynist einkaframtakið sæmilega at- hafnasamt, ætti ekki að þurfa að koma til kasta ríkis- ins. En því fleiri hlédrægir Búrfells-Bárðar, þess meiri ríkisþátttaka. Athugum eitt dæmi, sem sýnir þróunina á vettvangi stjórnmálanna á fjórða og fimmta áratugnum. Á kreppuárunum börðust al- þýðuflokksmenn fyrir bæjar- útgerð í Reykjavík. Þeir töl- uðu fyrir daufum eyrum sjálf- stæðismanna, sem töldu það í verkahring einstaklinga að gera út togara. Á fyrri hluta fjórða áratugarins voru kommúnistar ekki heldur ginnkeyptir fyrir opinberum rekstri að óbreyttu þjóð- skipulagi. Slíkt væri eingöngu til þess, að bjarga auðvalds- skipulaginu út úr ógöngum kreppunnar á kostnað verka- lýðsins. En innan skamms mildaðist stefna kommúnista og eftir síðari heimsstyrjöld var Sósíalistaflokkurinn ein- dreginn málsvari bæjarút- gerða. Stefna Sjálfstæðis- flokksins breyttist líka á sama tíma. Sjálfstæðismenn í Reykjavík höfðu t.d. komist að raun um, að bæjaryfirvöld yrðu að hafa afskipti af at- vinnumálum og öðru því, sem tryggði afkomu bæjarbúa. Enda þótt flokkurinn léði ekki máls á bæjarútgerð á kreppuárunum, þá fór hann engu að síður að hafa afskipti af atvinnumálum með mark- vissari hætti en áður hafði Þær skýringar, sem menn hafa gefiö á mikilli þátttöku sveitarfélaga, eru einkum af tvennum toga, atgjörar andstædur og báðar ófullnægjandi. Þar að auki var Sjálfstæðisflokkurinn orðinn endanlega sannfærður um, að hið opinbera yrði að taka til sinna ráða, ef einkaframtakið brygðist. tíðkast. Fljótlega eftir stríð stofnaði svo Sjálfstæðisflokk- urinn Bæjarútgerð Reykja- víkur, sem innan tíðar varð öflugasta útgerðarfyrirtæki landsins og gerði út hvorki meira né minna en átta togara, þegar best lét.37 Togarakaup nýsköpunar- stjórnarinnar voru lýsandi dæmi um stjórnmálaþróun- ina. Það voru algjör nýmæli að ríkisvaldið stæði í fylking- arbrjósti og gerði allt í senn; sæi um undirbúning, keypti atvinnutækin og útvegaði fjármagn fyrir væntanlega kaupendur. Án forustu og fyrirgreiðslu ríkisvaldsins hefðu sveitarfélögin eflaust aldrei getað staðið að ámóta uppbyggingu og raun bar vitni. Stjórnmálamenn höfðu, rétt eins og einkaframtakið, lært af reynslunni. Saga und- anfarinna áratuga hafði leitt í ljós, að einkaaðilar væru ekki einfærir um að tryggja nægi- lega festu og öryggi í atvinnu- málum. Einkaframtakið hafði vissulega unnið mörg þrek- virki á sviði atvinnumála allt frá aldamótunum síðustu, en engu að síður hafði þetta verið tímabil óstöðugleika. Ars- tíðabundið atvinnuleysi var landlægt. Gjaldþrot fyrir- tækja voru algeng. Það jók svo enn á óstöðugleikann hversu auðfæranleg helstu fram- leiðslutækin, bátar og togarar voru, allt eftir hagsmunum eigendanna hverju sinni. Ollu þessu vildu stjórnvöld og sveitarstjórnarmenn breyta á árunum eftir stríð. Með opin- berum afskiptum átti að skapa festu og öryggi í atvinnumál- um og tryggja bærileg lífskjör. I þessu ljósi var þátttaka sveit- arfélaganna viðbrögð við frammistöðu einkaframtaks- ins. En það voru engin 22
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Ný saga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.