Ný saga - 01.01.1988, Qupperneq 40
Sigurður G. Magnússon
inni, sem komu í heimsókn
eða til lengri dvalar. Börn
voru gjarnan send í sveit yfir
sumartímann og stundum
fóru heilu fjölskyldurnar í
kaupavinnu á heimaslóðir.
Þessi beinu og óbeinu tengsl
við sveitina hafa að öllum lík-
indum hjálpað fólki að aðlag-
ast þeim breytingum sem
fylgdu flutningi í þéttbýlið.
Einnig er athyglisvert að líta á
dagskrá útvarpsins eftir að
það kom til sögunnar. Hún
speglaði þá menningu sem
réð ríkjum í landinu. Utvarp-
ið flutti efni sem hverjum
sveitamanni var kunnugt, t.d.
rímnakveðskap og kvöldvök-
ur. Þá má ekki gleyma bók-
menntum og listum. I sagna-
skáldskap var sveitin helsta
viðfangsefnið á tímabilinu
milli stríða, „en hreinar
Reykjavíkursögur, þ.e.a.s.
sögur sem gerðust eingöngu
eða svo til eingöngu þar, voru
fjarska fáar alveg fram undir
seinna stríð.“25 Sögur þessar
voru sömuleiðis með raunsæis
yfirbragði, lausar við allt tild-
ur eða uppgerð. Þetta var
einnig einkenni myndlistar-
innar á þessum tíma. Við-
fangsefnið var yfirleitt sveitin
og náttúran, túlkuð með róm-
antísku raunsæi.26 Það er eftir-
tektarvert að þeir sem skrif-
uðu skáldsögur eða máluðu
myndir á þessu tímabili voru
yfirleitt búsettir í þéttbýli.
Það gefur okkur sannarlega
ákveðna vísbendingu um hug-
arfar þessara liðsmanna lista-
gyðjunnar og um umhverfið
sem þeir bjuggu í. Þetta við-
horf til lífsins tekur ekki að
breytast fyrr en í lok fjórða
áratugarins. Þá fer fólk í æ rík-
ari mæli að líta á þéttbýli sem
sérstakt samfélagsform, sem
lýtur sínum eigin lögmálum.
Það er út af fyrir sig merkilegt
að á þessum árum spretta upp
átthagafélög í Reykjavík og
starfa mörg hver með miklum
blóma á næstu áratugum.
Skýringin á því að þessi félög
ná mestu flugi á fimmta ára-
tugnum hlýtur að vera sú að
þá fyrst hafði þéttbýlið fjar-
lægst sveitina og menningu
hennar svo að ástæða þótti til
að endurgera veruleika
bændamenningarinnar.
Fjárrekstur á Hverfisgötu. Um aldamótin 1900 var Reykjavík lítil
þéttbýiiseining og tengsl bæjarins við sveitina voru mikil.
Búskapur var víða stundaður i bænum og Reykjavík var í raun eitt
stærsta landbúnaðarhérað landsins.
Vinnan var álitin
göfga manninn og því
ekkert við það að
athuga að ungir sem
aldnir tækju til
hendinni þegar á
þurfti að halda.
Pessi beinu og
óbeinu tengsl við
sveitina hafa að
öllum líkindum
hjálpað fólki að
aðlagast þeim
breytingum sem
fylgdi flutningi í
þéttbýlið.
ÍSLAND —
EINSDÆMI í
EVRÓPU?
Það ferXekki á milli mála að
þær hugmyndir sem um hefur
verið rætt að framan féllu best
að aðstæðum alþýðunnar hér
á landi. Það er full ástæða til
að ætla að þeir sem voru betur
metnir í þjóðfélaginu hafi
orðið fyrri til að tileinka sér
„hégóma“ borgarsamfélags-
ins, eins og það var gjarnan
nefnt. En við verðum að hafa í
huga að dagskráin er engan
veginn tæmd.Fyrir liggur um-
ræða um ótal þætti úr daglegu
lífi fólks, þætti sem gætu varp-
að ljósi á þær hugmyndir sem
hér hafa verið nefndar. Þar má
nefna tómstundir fólks, áhrif
kirkju og stjórnvalda á líf ein-
staklinga, samncyti kynjanna
og almennt tilfinningalíf, við-
horf til periinga, barnauppeld-
is og menntunar. Samanburð-
ur á þessum þáttum, bæði í
bænda- og þéttbýlissamfélag-
inu, gæti svarað þeirri spurn-
ingu hvort hér hafi átt sér stað
bylting í samskiptum manna
um aldamótin 1900, eins og
oft er látið í veðri vaka. Ef það
reynist hins vegar rétt, sem
haldið er fram í þessari grein,
að breytingarnar hafi verið til-
tölulega litlar, þá er ljóst að
framþróunarkenningin nýtist
okkur takmarkað við skýr-
ingar á íslenskri þjóðfélags-
þróun. Það verður hins vegar
að teljast merkilegt ef íslenskt
samfélag hefur náð að halda
flestum einkcnnum bænda-
samfélagsins fram undir miðja
20. öld, þrátt fyrir þær lýð-
fræðilegu og efnahagslegu
breytingar sem urðu á sama
tíma. Slík þróun er nánast
einsdæmi í veraldarsögunni.
Japan er þó meðal undantekn-
inganna, en þar hefur menn-
ing gamla samfélagsins haft
38