Ný saga - 01.01.1988, Page 71

Ný saga - 01.01.1988, Page 71
. h kann að þykja merkilegt eftir fimmtíu ár. Það sem okkur finnst kannski ómerkilegt í dag getur mönnum eftir hálfa öld þótt stórmerkilegt. Það er eins og spássíukrotið í hand- ritunum. Það þykir merkileg- ast núna. Það sem menn gerðu til þess að prófa pennann sinn. Við reynum að fá fólk til þess að segja sem allra mest en það er oft erfitt. Fólk er sparsamt á orðin, jafnvel kemur þar fram gamla sparsemin á pappírinn. Finnst það sé að eyða of mikl- um pappír í vitleysu. Við leggjum því nefnilega til pappírinn, sendum pappír með. Það eru alls konar svona smákátlegir munir sem maður þarf að kljást við. Það er eitt sem maður hefur ekki getað sinnt eins og þörf væri á og það er hin persónu- lega umönnun. Margt af þessu fólki vill eðlilega að því sé sinnt. Það vill að maður skrifi því öðru hverju annað en þessar spurningar, tali við það í síma eða heimsæki það. Vandinn er bara að Ingjalds- fíflið getur ekki deilst mjög víða, það er tæknilega erfitt. En þetta er það sem þyrfti að gera. Eg hef alltaf sagt að það þyrftu að vera minnst þrír á þjóðháttadeildinni. Einn sem ynni hina daglegu rútínu, annar sem væri úti á meðal fólksins, bæði til að safna og til að sinna fólki og sá þriðji væri við að vinna úr þessu. Menn mundu náttúrlega skipta um þessi hlutverk eftir röð. Á að halda endalaust áfram að safna? Þetta er blátt áfram sam- viskuspurning og á reyndar ekki aðeins við okkur. Eg hef verið á fundum með fólki á Norðurlöndum sem vinnur að svipuðu starfi og hefur gert það lengur en við, einkum Svíar. Þetta er spurning sem þeir eru búnir að velta fyrir sér lengi. Og ég get sagt það, að ef við værum mjög eigingjörn þá mundum við hætta að safna og snúa okkur að því að fara að vinna eitthvað úr því sem komið er, því að okkur langar meira til þess í bili. Þetta er samviskuspurning vegna þess að okkur finnst við vera í vissu björgunarstarfi. Að vísu getur maður sefað samviskuna með því að segja sem svo, að frá því eftir síðari heimsstyrjöld er til svo gífur- lega mikið heimildamagn, t.d. í dagblöðum og öllu því ritaða máli. Það eru komnar kvik- myndir og ennþá fleiri ljós- myndir. Það eru til svo miklar heimildir frá þessum síðustu 4—5 áratugum að maður ætti ekki að þurfa að óttast að þetta tapist endanlega. Þó var það svo, t.d. þegar verið var að setja upp sýningu um eldhús- ið og eldhúsgögn á Þjóð- minjasafni sumarið 1987 að þá kom í ljós að ýmislegt vantaði og var erfitt að safna munum sem voru algengir á tímabilinu 1940—60, sem margir könn- uðust við, bæði sem börn og fullorðnir. Þessu er fleygt, eðlilega, og þá getur maður spurt sig: Gleymir fólk ekki alveg eins hvernig það með- höndlaði þá hluti? Þannig að ég held, að lausnin sé ekki sú að hætta að safna, heldur að auka við einum starfsmanni svo hægt sé að gera hvort tveggja: að halda áfram að safna í einhverjum mæli, en auk þess geti menn unnið meira úr þessu. Ég held að það fari ekki á milli mála að það sé auðveld- ara fyrir þá að vinna úr hlut- unum sem þekkja þó svolítið til, bæði söfnunarinnar og þess veruleika sem var, heldur en að eftir 100 ár fari einhver að vinna úr þessu, maður sem er bara úr allt annarri veröld, skilur kannski ekki ýmislegt sem okkur finnst sjálfsagt að skilja í þessum svörum í dag. Þess vegna held ég að það sé mjög nauðsynlegt að það sé reynt að vinna úr þessu ekki alltof löngu eftir að safnað er. NOTADRJÚGAR HEIMILDIR Hversu nothæfar eru þær upplýsingar sem úr svörun- um fást sem sagnfræðilegar heimildir? Ég held að þetta sé mjög nothæft. Þó er það þannig að það fer svolítið eftir því hversu margar heimildir mað- ur hefur frá hverjum stað. Við sendum þessar spurninga- skrár til nokkur hundruð heimildarmanna úti um allt land. Nú kemur eitthvert ókennilegt fyrirbæri upp og sagnfræðinginn rekur kannski í rogastans. Þetta er eitthvað sem hann kannast ekki við. Ef Eitt af þvi sem maður lendir í er blessadur íslendingasagna- stíllinn. Fólk er alltaf ad reyna að hafa knappann stí/, góðan stíl, mæla þarft eða þegja, aö vera ekki að segja neina þarfleysu. Pað eru til svo miklar heimildir frá þessum síðustu 4-5 áratugum að maður ætti ekki að þurfa að óttast að þetta tapist endanlega. 69
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Ný saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.