Ný saga - 01.01.1988, Blaðsíða 86
Gísli Ágúst Gunnlaugsson
Glæsileiki skólapilta hefur án efa komið ýmsu ungmeyjarhjartanu til að slá örar.
í nokkrum íslenskum
ævisögum er að
finna frásagnir þar
sem þad er sagt
fullum fetum að ást
hafi ekki ráðið þvi að
viðkomandi gekk í
hjónaband.
vegar:
Svo er ekki að orðlengja
þetta, ég bað og fékk, „sá
fær er fríar“; við trúlofuð-
umst hinn 19. október. Eg
get sagt um mig eins og
sagt var um Wilson: „fall-
ing in love with her at first
sight, wooed and won with
romantic rapidity“.31
Tíu ár liðu á milli þessara
atburða í lífi Benedikts
Gröndals. Fyrra dæmið er frá
1857, hið síðara frá 1867. Vera
má að einhverjar breytingar
hafi orðið á viðhorfum Is-
lendinga til ástar og hjúskap-
arstofnunar á þeim tíma. Um
það verður þó ekki dæmt af
þessum tilvitnunum.
Fleiri dæmi áþekk þeim
sem hér hafa verið rakin mætti
tíunda úr íslenskum sjálfsævi-
sögum manna er fæddust um
og fyrir miðja 19. öld. Til þess
er þó ekki tækifæri hér. Pess
ber að gæta að flestir þeir
sjálfsævisagnahöfundar sem
stuðst hefur verið við í þessari
samantekt höfðu talsverða
menntun á 19. aldar mæli-
kvarða og voru embættis-
menn. Vera má að þeir hafi
litið „ást“ og hjúskap öðrum
augum en alþýðufólk. Að við-
horfum síðarnefnda hópsins
er þó erfiðara að komast með
athugun sjálfsævisagna, þar
sem tiltölulega fáir er til þessa
hóps töldust skráðu lífshlaup
sitt. Þess ber einnig að geta að
margir sjálfsævisagnahöfund-
ar fjalla næsta stuttaralega um
aðdraganda þess að þeir gengu
í hjónaband. Dæmi um þetta
eru t.d. ævisögur Indriða Ein-
arssonar og Hannesar Þor-
steinssonar.32 Vel má vera að
margir höfundar hafi, líkt og
Matthías Jochumsson er hann
fjallaði um þriðja hjónaband
sitt, talið hjúskaparmál sín of
mikil einkamál til þess að þeir
fjölluðu opinskátt um þau á
prenti.
I sjálfsævisögum fólks sem
fæddist á síðustu áratugum
aldarinnar og gekk í hjóna-
band um og eftir aldamótin
síðustu er hins vegar iðulega
fjallað nokkuð ítarlega um til-
hugalíf og annan aðdraganda
hjónabands og hjúskaparár.
Má í þessu sambandi t.d.
nefna ævisögu Theodórs
Friðrikssonar. Af mörgum
þessara rita má greinilega ráða
að hin rómantíska ást var nú
orðin forsenda hjúskapar-
stofnunar. Skulu tilfærð
nokkur dæmi um þetta.
Um fyrstu kynni sín af Sig-
urlaugu Jónasdóttur, konu
sinni, segir Theodór Friðriks-
son t.d. að eftir því sem „við
Hótelsalir í Reykjavík voru iðulega notaðir þegar halda átti
glæsilegar brúðkaupsveislur.
84