Birtingur - 01.01.1964, Síða 114

Birtingur - 01.01.1964, Síða 114
tækni hennar, skapa kerfi, sem gerir leikurun- um fært að beita öllum persónuleika sínum í þágu hlutverksins. Hann er annar höfundur „undirleiksins“ heimsfræga, sem til allrarham- ingju er að takmarkast við kvikmyndirnar, en þar er hann kannski ill nauðsyn. Undirleikur, sem rétt notað listgrip, á rétt á sér, en sem stíll er hann ósköp leiðinlegur. Við hér á vesturlöndum þekkjum Stanislavsky bezt af „skólanum“ hans, ritverki, sem lýsir starfinu í fyrirmyndar leikskóla að hans dómi. Aðferð hans, tækni hinnar gjörsamlegu innlifunar, verður vart notuð fyrir allt það, er við þurf- um að leika, þó hún geti verið góð fyrir hluta af því. Enda hefur það frétzt, að í samstarf- inu við Meyerhold og fleiri, hafi Stanislavsky verið farinn að sjá fleiri hliðar á málinu og jafnvel afneita fyrri aðferð sinni. í dag eru áhrif hans sterkust þar, sem leikhús veruleika- stælingarinnar á enn mikil ítök, fyrir austan tjald og í Bandaríkjunum. Áhrif félaga hans urðu auðvitað minni þar sem þeim var bann- að að starfa, en ísinn var brotinn og tilraun- irnar héldu áfram í öðrum löndum. Ég ætla mér ekki hér að rekja sögu Berlínar- og Parísarleikhússins nákvæmlega, en segja má að þar hafi hið sama gerzt: Annars vegar meiri fágun og fegrun veruleikastælingarinn- ar og hins vegar framhald á þróun hins nýja leikhúss. Og um leið verðum við að viður- kenna að hér er um eitt aðaleinkenni á starfi leikhúss nútímans að ræða. Veruleikastæling við hliðina á andstæðu sinni. Það er þægilegast að taka sýningaráætlun stórs evrópsks leik- liúss til að átta sig á hlutunum. Viðfangsefn- in eru nútímaleikrit, evrópsk klassísk, grísk, frönsk, ensk eða þýzk og nokkur leikrit frá tímanum fyrir og eftir klassíkina. Alla þessa arfleifð nálgumst við sem nútímamenn, við sjáum hana með okkar augum, skiljum hana og skynjum með þekkingu og reynslu nútím- ans, þar liggur vandamál okkar. Við getum ekki orðið þessar persónur, sem áttu sér allt annað tilverusvið en við, við verðum að leika þær. Við verðum að leika leiksoppinn í hönd- um æðri goðmagna í grískri klassík, hina hreinu dyggðugu hetju absolútismans franska, manninn, sem háir heita baráttu við sjálfan sig í hinu elízabethanska leikhúsi. Hver eru nú aðaleinkennin á meðferð nútíma- mannsins á þessari arfleifð? Þau eru hlé- drægni, einbeiting, hnitmiðun, djúp innri til- finning án yfirborðsmennsku og látaláta. Til- finningin, spennan berst yfir til áhorfenda innan frá án þess að mikið sé til þess gert hið ytra. Þetta á sérstaklega við um harmleikinn. Hnitmiðunin er oft einföldun, úrtaka. Hreyf- ingarnar og svipbrigðin falla nákvæmlega að tilfinningunni en bera hana ekki ofurliði. Á yfirborðinu getur verið dregið úr tilfinning- 110 BIRTINGUR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158

x

Birtingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.