Birtingur - 01.01.1964, Side 146
ir dæminu í þýðingunni, kannski vegna þess að
erindið er tilfært á frönsku.) ,.The theory
implied in this gave a new dimension to
litterature (óljóst orðalag sem verður að klúðri
í þýðingu B. R.) by allowing the whole sens-
ory universe to flow through the poet (þarna
kemur farvegurinn) who is himself part of it
and no longer an outside observer. Tecni-
cally, it creates a more fluid kind of imagery
in which one image can merge into another
without the necessity of drawing an explicit
comparison."
Þegar B. R. hefur spreytt sig á þessari þýðingu
sem eðlilega tekst böngulega, þar sem Brere-
ton er ekki áberandi skýr í framsetningu, þá
segir hann: „En þótt þennan yrkingarhátt sé
upphaflega að rekja til Baudelaires, var hann
engan veginn alltaf hans eigin aðferð, til þess
var hann of tengdur formfestu klassisísm-
ans.“
Hvaðan hefur ritdómarinn það? Jú, þetta
stendur einnig hjá Brereton, og þá hlaut það
að fljóta með. En ritdómarinn hefði átt að
hugleiða hvers vegna Brereton tók ekki ljós-
ara dæmi um þann yrkingarhátt sem fyrr var
getið en þessa sonnettu (Correspondances)
sem heyrir til upphafi symbólismans, en á lítið
skylt við þá meginstefnu sem nútímaljóðlist
hefur tekið og sýnir harla óverulega það sem
Brereton kallar „sense of associations between
different objects, sensations or concepts". Um
það getur ritdómarinn sannfærzt með því að
lesa sonnettuna með nógu mikilli athygli.
Sannleikurinn er sá, að í stað þess að segja
að þessi yrkingarháttur hafi engan veginn
alltaf verið aðferð Baudelaires, hefði verið
nær að segja að hann hafi sjaldnast verið það.
Hér virðist á undarlegan hátt blandað saman
kenningum Baudelaires um skáldskap og
skáldskap hans sjálfs, og þar er líklega helzt
um að ræða þá miklu áherzlu sem Baude-
laire lagði á ímyndunaraflið, svo sem nútíma-
skáldin hafa gert.
Um þá fullyrðingu, að Petits poémes en
prose séu fremur „táknrænir smáþættir" en
ljóð mætti sjálfsagt endalaust þrasa, og stund-
um ekki að ástæðulausu. Slíkt þras mun þó
vera fjarlægt löndum skáldsins. Ég hef undir
höndum litla bók sem nýlega (eða 1962) hefur
verið gefin út handa frönskum skólum og
heitir: Baudelaire: Petits poémes en
prose. Oeuvres critiques. Hún er eftir
Yves Hucher, en útgefandi er Librarie Lar-
ousse. Margar neðanmálsgreinar eru í bókinni
einsog tíðkast í skólaútgáfum. Ég leyfi mér að
birta sýnishorn af einni slíkri neðanmálsgrein
til að mönnum megi ljóst vera hvað frönskum
skólanemendum er kennt að kalla þessa hluti.
Ég tek af handahófi Le Vieux Saltim-
banque (Gamli fimleikatrúðurinn). Þar seg-
142
BIRTINGUR