Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2006, Page 35
Halar í samtölum
33
sem gerist um ha (sjá 3.6) og hugsanlega má því líta á hum sem af-
brigði af ha í þessu hlutverki.
Nokkra athygli vekur hve dæmi um halann skilurðu eru fá en það
kann að skýrast af því að meðalaldur þeirra sem hringdu í Þjóðarsálina
er væntanlega nokkuð hár19 en ýmislegt bendir til að notkun á skilurðu
sé tengd aldri og einkum að fínna í máli yngra fólks, a.m.k. leiddi
athugun Helgu Hilmisdóttur (2001) á samtölum ungmenna í ljós að
notkun skilurðu var afar tíð í máli þeirra.20 Hér ber þó að hafa þann
fyrirvara á að skilurðu getur gegnt öðrum hlutverkum í samtalinu og
hefur þá oft aðra stöðu innan lotunnar, en sú var raunin um mörg
dæmanna í athugun Helgu.
Sárafá dæmi fundust um ekki satt sem hala, einungis fjögur, sem
kann að koma á óvart þar sem þetta orðasamband virkar sem dæmi-
gerður hali.21 Dæmafæðin er í góðu samræmi við niðurstöður rann-
sóknar Nordenstam á sænsku (1989, 1990) en fjöldi dæma um inte
sant sem hala staðfesti ekki almennar hugmyndir um útbreiðslu hans
(sjá nmgr. 15). Hugsanlega má sjá hér sömu þróun og sögð er hafa átt
sér stað í dönsku þar sem halinn ikke sandt, sem útbreiddur var fyrr-
um, hafí vikið fyrir ikke sem nú sé svo til allsráðandi (Lund 2001;
Pedersen 1992). Hafi svipað gerst í íslensku gæti það verið skýring á
hinni miklu útbreiðslu halans ha. Hér sé einfaldlega um sögulega þró-
un að ræða þar sem eitt orð taki við af öðru með skilurðu sem nýjasta
sprotann, sbr. hér að framan um mál ungmenna. Einnig er auðvitað
hugsanlegt að ekki satt hafi aldrei haft sterka stöðu sem hali. Þetta eru
19 Úr því fæst þó aldrei skorið en vísbendingar þess er oft að finna í umræðuefn-
inu auk þess sem stundum mátti heyra það greinilega af hljómi radda þátttakenda.
Eitthvað var um það að stálpuð böm hringdu en það var bundið við einn þátt þar sem
framlag íslands til söngvakeppni evrópsku sjónvarpsstöðvanna var til umræðu. Lotur
bamanna em nánast alltaf mjög stuttar, oftast svör við spumingum þáttarstjómanda,
og innihalda ekki hala.
20 Hér mætti bæta við málfari sjónvarpspersónunnar Silviu Nætur, sem sló í gegn
í samnefndum sjónvarpsþætti árið 2005, en eitt af ýktum einkennum í máli hennar er
notkun á skilurðu í tíma og ótíma. Það er svo annað mál hvort sú notkun sé „rétt“, þ.e.
eins og gerist í raunverulegu tali ungs fólks og væri það rannsóknarefni út af fyrir sig.
21 Vegna fæðar dæma um halann ekki satt verður hann ekki tekinn með þegar fjall-
að verður um mismunandi virkni hala (kafli 3.4) og vensl forms og virkni (kafli 3.6).