Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2006, Síða 194
192
Ritdómar
Nú spyr kannski einhver: Hvað er að því að stigbreyta kolvitlausl Er miðstigið kolvit-
lausari nokkuð verra (eða vitlausra) en hvað annað? Formlega séð er það alveg rétt
en efnislega ekki. Ég er nefnilega nokkuð viss um að miðstigið er aldrei eða varla not-
að enda þótt efsta stigið geti vel gengið. Sannleikurinn er nefnilega sá að miðstig er
allt annars eðlis en efsta stig. I miðstigi er eingöngu fólginn samanburður en í efsta
stigi auk þess áherslumerking sem skiptir máli, a.m.k. sé orðið forskeytt.
En það eru ekki aðeins „venjuleg" lýsingarorð sem eru stigbreytt heldur einnig
þau orð sem vísa til þjóða og landsvæða. í formála (bls. 10) er það rökstutt með því
að vísa til þess að e-ð geti verið íslenskara en allt sem íslenskt er. Og þá er útkoman
sú að eitt gengur yfir alla: íslenskur, danskur, norskur og þýskur svo og kíribatískur,
mjanmarskur, nárúskur, paragvœskur og túvalúskur, sömuleiðis eyfirskur, rangœsk-
ur og vesturheimskur. Finnist einhverjum gæta fordóma í lýsingarorðavali (og þar
með afstöðu) má geta þess — með fullri virðingu fyrir því fólki sem þau lönd byggir
sem lýsingarorðin vísa til — að fullyrða má að nánast engin þörf er á þeim upplýsing-
um sem um ræðir.
Hér má ekki missa sjónar á meginmálinu: Hvað kemur stigbreyting málinu við í
stafsetningarorðabók? Eiga slíkar upplýsingar heima í bók af því tagi? Hér er stórt
spurt. Og hvað um eignarfallið sem rætt var hér á undan? En þá er komið að öðru:
Staðreyndin er nefnilega sú að bókin er ekki aðeins stafsetningarorðabók heldur líka
bók með beygingarffæðilegum upplýsingum og jafnvel málnotkun sem er allt annað
en stafsetning. Þetta kemur raunar ffam í formála (bls. 9) þar sem vísað er til vilja ís-
lenskrar málnefndar til þess að í bókinni verði reynt að „leiðbeina notendum um vand-
aða beygingu“.
Bók af því tagi, sem hér er lýst, er alls ekki sérislenskt fyrirbæri heldur á hún sér
t.d. norrænar fyrirmyndir.14 Sérstaklega má þar nefna stafsetningarorðabók dönsku
málnefhdarinnar, Retskrivningsordbogen. í formála Stafsetningarorðabókarinnar
kemur fram að ritstjóri hafi kynnt sér „ritstjóm, gagnavinnslu og aðra verktilhögun
við útgáfu stafsetningarorðabóka Danskrar málnefndar“ (bls. 7) og er 3. útgáfa áður-
nefndrar bókar sérstaklega nefnd í því sambandi. Hvergi kemur þó ffam beram orð-
um að hún sé fyrirmyndin. Spumingin er þá sú af hveiju áðumefnds tvíeðlis er ekki
getið í titli bókarinnar, a.m.k. undirtitli? Það hefði gefið sannari mynd af innihaldi
bókarinnar.
6. „Vönduð“ beyging og „stöðluð“
í formála (bls. 9) er ekki aðeins vísað til vilja íslenskrar málnefhdar um vandaða
beygingu heldur einnig að reynt sé að „stuðla að stöðlun beyginga sem era á reiki“.
14 Bergenholtz og Vrang (2002:197-198) gera góða grein fyrir einkennum nor-
rænna stafsetningarorðabóka. Þau segja að tilgangur slíkra bóka sé að leysa stafsetn-
ingarvanda í víðum skilningi en líka vanda af beygingarlegum toga. Þau segja á hinn
bóginn að þýskar bækur líkist ffemur venjulegum einmála orðabókum með merking-
arskýringum og stíl- og framburðartilbrigðum.