Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2007, Blaðsíða 12
10
Katrín Axelsdóttir
Spakur og feginn beygjast í grófum dráttum eins, og á sama eða mjög
svipaðan hátt beygjast flest lýsingarorð í íslensku.2
„Beygingu“ lýsingarorðanna í flokki 2 (miðaldra, hringlaga) er
óþarft að setja upp í töflu þar sem orðin breytast ekki; þetta eru
svokölluð óbeygjanleg eða óbeygð lýsingarorð (um þau sjá Guðrúnu
Kvaran 2005:252-253 og Höskuld Þráinsson 2005:57-58). í þennan
flokk falla allmörg lýsingarorð (og lýsingarhættir nútíðar sem hafa
stöðu lýsingarorðs), en ekkert þeirra er í hópi hinna allra algengustu.
Hið algengasta þeirra, svona (sem reyndar er upphaflega atviksorð), er
í 60. sæti á lista yfir algengustu lýsingarorðin í þeim textum sem liggja
til grundvallar íslenskri orðtíðnibók (1991:602) og hið næstalgeng-
asta, lifandi, er í 68. sæti.3 Flest enda þessi orð á sérhljóði, -a eða -i
(miðaldra, vansvefta, handlama, hissa, hugsi, óþolandi, pirrandi),
örfá á samhljóði (efins, vokins). Hér mætti einnig flokka ýmis tökuorð
sem enda ýmist á sérhljóði eða samhljóði (edrú, sexí, töff, kúl, intress-
ant, sjúr.fix, abstrakt).4 Þá mætti enn fremur telja til þessa hóps orð-
ið fyrrum sem á síðari tímum er oft notað í stöðu lýsingarorðs (sbr.
Höskuld Þráinsson 1981).
Orðin í flokki 1 fá jafnan aðra beygingu, veika beygingu, þegar
þau standa með nafnorðum með greini (spak-i maðurinn, spak-a
manninn) eða þegar nafnorðin eru gerð ákveðin á annan hátt (minn
2 Rétt er að nefna örfá dæmi um lítilsháttar frávik. Sum lýsingarorð beygjast al-
veg eins og spakur nema hvað þau hafa aðra endingu en -ur í nf.kk.et. Hér má nefha
orð eins og spurull (sem fær endinguna -/), stór (sem er endingarlaust) og finn (sem
fær -n). Lýsingarorðið lítill fengi endinguna -an í þf.kk.et. ef það beygðist eins og
önnur orð sem enda á -//, en það fær hins vegar myndina lítinn. Nógur er í nf./þf.hk.et.
oftast nóg, en ekki nógt eins og búast hefði mátt við. Samt verður ekki annað sagt en
að öll þessi orð hafi sömu beygingu í grundvallaratriðum.
3 A lista bókarinnar yfir 100 algengustu lýsingarorðin eru ekki aðeins lýsingarorð
heldur líka raðtölur. Það breytir þó ekki heildarmyndinni.
4 Einhver af þessum tökuorðum eiga þó til að beygjast samkvæmt flokki 1, sbr.
„það eru allir sjúrir á því“, „í fixri blússu" (Ólafur Jóhann Sigurðsson 1979:214,
219), „við abstrakta list“, „Abstraktir listamenn“ (Morgunblaðið, 24. október
1948). Þetta heyrir þó væntanlega til undantekninga og var kannski algengara á árum
áður. Guðrún Kvaran (2005:346) nefhirpenn sem dæmi um beygt tökulýsingarorð og
segir flest slík orð fengin úr dönsku og ekki alveg ný. Vikið er að aðlögun tökulýsing-
arorða fyrr á öldum í 4.2 hér á eftir, en tökulýsingarorð féllu þá ýmist í flokk 1 eða 2.