Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2007, Blaðsíða 23
Eigin(n)
21
eigin væri ritað laust frá, enda segir ritháttur í einu eða tveimur orðum
lítið eða ekkert. Þessi „ijölskylduorð“ voru talin tvíræð — þama getur
verið á ferðinni samsett nafinorð (eiginkona) eða óbeygt eigin með
nafnorði (eigin kona). Það má ráða af því að sum þessara orða koma
fyrir með beygðu eiginn: til eiginnar konu, í húsum ykkarra eigimui
bónda. Slík dæmi (sem em ekki svo fá) fengu hins vegar inni í töfl-
unni. Eignarfallsdæmi á borð við eiginnar konu em þó kannski einnig
tvíræð, og ótæk af þeim sökum, því að orðið eiginnarkona virðist einnig
hafa verið til. Það er flettiorð í Ordbog over det norrone prosasprog
3 (2004). En dæmin sem þar er getið em bæði norsk. Hæpið er að láta
þessi dæmi ráða nokkm um túlkun á íslenskum dæmum, enda gæti
þetta verið nýjung í norsku.27
í töflu 4 em 28 ótvírætt beygð dæmi (utan nf./þf.hk.et.) en 16 ótví-
rætt óbeygð. Óbeygð dæmi em, eins og í töflu 3, höfð feitletmð. Feit-
letmð dæmi innan sviga eru tvíræð; þau þarf ekki endilega að túlka
sem óbeygt lýsingarorð eins og rætt verður hér á eftir. Sjö af óbeygðu
dæmunum em reyndar í handritum frá því löngu efitir 1500, þannig að
27 Dæmin sem getið er undir uppflettiorðinu eiginnarkona í Ordbog over det
norrane prosasprog 3 (2004:648) eru sýnd hér:
(i)a. aat ek gefuer ok afhenðr med samþykt ok godom viliæ Jngigierðr eighinnar
kono [ef.kvk.et.] minni, Alfue Olafs syni tweggiæ kualeighv jardar (Diplom-
atarium Norvegicum, bréf frá 1342)
b. Sa madr horar er gefr tru sina annars manz æiginnar kono [þgf.kvk.et.]
(Borgarþingslög, Kristinn réttur hinn nýi, hdr. um 1325-1350)
I fýrra dæminu sést að hið foma beygingarkerfi er tekið að riðlast. í fljótu bragði virð-
ist „Jngigierðr eighinnarkono minni" kannski helst standa í þágufalli, en þetta hlýt-
ur að vera eignarfall: með samþykkt og góðum vilja Ingigerðar eiginnarkonu minnar.
Myndin „eighinnarkono" stendur þá í eignarfalli. Þess vegna er allt eins eðlilegt að
líta á þetta sem eignarfallsmyndina eiginnar og eignarfallsmyndina konu og að túlka
þetta sem mynd orðsins eiginnarkona. í síðara dæminu er um þágufallsmynd að ræða,
eiginnarkonu. Orðið ætti þá að vera eiginnarkona í nefnifalli. En þetta er kannski eina
dæmið um þetta og því lítið á þessu að byggja. Að minnsta kosti er óvarlegt að láta
þetta norska dæmi, sem kannski er stakdæmi, hafa áhrif á greiningu íslenskra dæma.
— Orðið eiginnarkona hefur orðið til þannig að eignarfallsmyndin eiginnar fór á
flakk. Það kann að koma á óvart þar sem eignarfall er sjaldgæft fall. En eiginnar hef-
ur þó kannski verið nokkuð algeng mynd, sbr. t.d. orðasambönd eins og taka X til eig-
innar konu.