Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2007, Blaðsíða 96
94
Jón Axel Harðarson
og lengd íyrra atkvæðis í mynd eins og hæfi, sem venjulega er
hljóðrituð [hai:vi]. Hér er lengdarmerkið notað til að greina tveggja
móra tvíhljóð frá einnar móru tvíhljóði í mynd eins og hæfði [haivði].
Varðandi hljóðritunina [haju] má benda á að orðmyndin hagi hefur
svipaða atkvæðabyggingu og t.d. hanni (vh. nt. af hanna), sem er
hljóðritað [han:i]. í báðum tilvikum eru atkvæðaskilin inni í miðju
löngu samhljóði, þ.e. [haj.ji], [han.m], og rím fyrra atkvæðis hefur
tvær mórur sem gera atkvæðið langt. Hér ber að athuga að þótt íslenzk
tvíhljóð eins og ei og œ séu venjulega hljóðrituð [ei] og [ai] þá breytir
það ekki þeirri staðreynd að þau enda á hálfsérhljóðinu [j] ([i]), sem
hefur samhljóðsgildi. Orðmyndunum hagi [haju] og hanni [han:i] er
það sameiginlegt að fyrra atkvæði þeirra endar á sama hljóði og seinna
atkvæði þeirra hefst á. Með öðrum orðum: í hvorri orðmynd myndar
sama hljóð bæði hala fyrra atkvæðis og stuðul þess seinna.
Það sem veldur ákveðnu misræmi í hljóðritun myndanna hagi, hæfi
og hœfði, þ.e. [haju], [hairvi] og [haivði], er að í íslenzku er lengdar-
merki notað til að tákna „venjuleg“ tveggja móra tvíhljóð en ekki
stuttleikamerki til að tákna „óvenjuleg“ einnar móru tvíhljóð. Síðar-
nefndu tvíhljóðin urðu til við hljóðdvalarbreytinguna en þá styttust
tveggja móra tvíhljóð ef á eftir fór samkvætt samhljóð (þ.e. samhljóð
er tilheyrði sama atkvæði). Fyrir breytinguna hefur að öllum líkindum
ekki verið neinn munur á lengd tvíhljóða eftír því hvort samkvætt
samhljóð færi á eftir eða ekki. Þannig bendir t.d. allt til að tvíhljóðið
ei hafi verið jafhlangt í myndunum eiga og eigna (sbr. Jón Axel Harðar-
son 2006:121). Að ýmsu leyti væri eðlilegra að hljóðrita myndimar
hagi, hœfi og hœföi [haj:i], [hajvi] og [hájvði] (= [haj.ji], [haj.vi] og
[hájv.ði]) og auðkenna þannig stutta tvíhljóðið í þeirri síðastnefndu.
Hér kæmi skýrar fram að fyrra atkvæði myndanna hagi og hœfi, sem
báðar enda á tveggja móra tvíhljóði, er í raun það sama.
í samræmi við það sem hér hefur verið sagt er eðlilegast að hljóð-
rita orðmyndir eins og hagi, segja og lœgja [haj:i], [sej:a] og [laj:a].