Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2007, Blaðsíða 37
Eigin(n)
35
er bara um eina mynd að ræða í öllum kynjum, föllum og báðum töl-
um (alls staðar 0-ending), og þróunin í beygingu eigin(n) var augljós-
lega í þá átt.57 Þessi lýsingarorð eru allmörg en þetta er þó mjög lítill
flokkur í samanburði við þann stóra (lýsingarorð af flokki 1, sjá 2.2).
Ekkert þessara orða er í hópi algengustu lýsingarorða, og þau þeirra
sem eru gömul í málinu virðast nokkuð einsleitur hópur, þau eru oft
samsett og enda á -a (miðaldra, frumvaxta, máttvana).58 Það liggur
því kannski ekki beint við að þau hafi skipt þama sköpum.
Ef óbeygð lýsingarorð höfðu hér í raun og vem áhrif mætti líka
spyrja af hverju fleiri lýsingarorð en eigin(n) urðu ekki fýrir áhrifum
úr þessari átt. En á móti má benda á að í þennan litla flokk falla nú
flest tökulýsingarorð (intressant, kúl, töff), sbr. 2.2. Tökuorð falla ann-
ars helst í stóra beygingarflokka (tjilla - tjillaði, deita - deitaði, sbr.
kalla - kallaði). Af einhverjum ástæðum er þessi litli flokkur lýsing-
arorða opnari íyrir nýjum orðum en sá stóri. Þótt tökulýsingarorð falli
nú á dögum yfírleitt í flokk óbeygðra lýsingarorða var þetta íyrr á öld-
um ekki svo einhlítt. Orð eins og frómur og klókur bámst í málið á 16.
öld (sbr. Westergárd-Nielsen 1946:136, 184) og vom þá beygð (skv.
flokki la, sbr. 2.2) eins og þau em enn.59 En önnur lýsingarorð sem
bámst í málið um svipað leyti féllu í flokk óbeygðra lýsingarorða
(flokk 2, sbr. 2.2), t.d. eðla, ekta og sankti (sbr. Westergárd-Nielsen
1946:56, 59, 287).60 Hljóðafar virðist hér skipta máli; orð þar sem
stofninn endar á samhljóði beygjast en óbeygðu orðin enda öll á sér-
57 Eigin(n) hefur reyndar ekki farið algjörlega að dæmi þessara orða, því að
nf./þf.hk.et. hélst áíram beygt. En áhrifsbreytingar ná reyndar stundum aðeins til hluta
beygingardæma. Hér má nefna sem dæmi hvorugkynsmyndina hvorutveggju í þgf.et.
sem kemur stundum í stað myndarinnar hvorutveggja (eða hvoru tveggja), væntan-
lega fyrir áhrif endingarinnar -u í lýsingarorðum og flestum fomöfnum (sbr. Katrínu
Axelsdóttur 2005:141-144). Sambærileg áhrif verða ekki í öðmm follum í hvomg-
kyrti eintölu þessa fomafns.
58 Þótt hér sé talað um að þau endi á -a cr a hér ekki talið beygingarending, litið
er svo á að orðin séu endingarlaus.
59 Westergárd-Nielsen (1946) safnaði tökuorðum úr prentuðum bókum ffá 16.
öld. Sum þeirra hafa borist í málið fyrr.
60 Eitt dæmi er reyndar hjá Westergárd-Nielsen um að eðla fái myndina eðli í
akveðnum hætti. Ekta er oft fyrri liður í samsetningum (ektabarn, ektakvinna) og því
off ómögulegt að greina fyrri liðinn frá lýsingarorðum, rétt eins og raunin er um eigin.