Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2007, Blaðsíða 172
170
Ritdómar
framburði eftir landshlutum og útbreiðslu afbrigðanna: harðmæli/linmæli; rödduð-
um/órödduðum framburði; einhljóða-/tvíhljóðaframburði, bæði á undan gi og á undan
ng/nk; /iv/Æv-framburði; ng//j;/-framburði; rn/rdn- og rl/rdl-framburði og flámæli/rétt-
mæli. Lýsingin er sótt til Bjöms Guðfinnssonar (visað er í ritið Breytingar á fratn-
burði og stafsetningu 1981) og BA bendir á að rannsóknir hans vora gerðar næstum
30 áram eftir að vesturferðunum lauk. Auk þess rannsakaði Bjöm einkum framburð
bama og unglinga, þ.e.a.s. fólks sem ekki var fætt á tímum vesturferðanna, og því
hefði verið ástæða til að hafa frekari fyrirvara á útbreiðslu einstakra afbrigða þótt ekki
sé dregið í efa að þau framburðartilbrigði sem um ræðir hafi öll verið til staðar á 19.
öld. Einnig hefði mátt minnast á önnur framburðarafbrigði, s.s. tvenns konar lok-
hljóðaframburð í orðum eins og hafði og sagði (habði/sagði eða hafdi/sagdi), sem
vora á undanhaldi um miðja 20. öld en kunna að hafa verið útbreiddari 50-60 árum
fyrr og gætu því skipt máli gagnvart vesturíslensku. Vegna staðbundinna tilbrigða i
íslenskum framburði (og á öðrum sviðum málsins) hlýtur upprani vesturfaranna að
skipta máli fyrir einkenni og þróun vesturíslensku enda er að því vikið víða í bókinni-
Það kemur því á óvart að umfjöllun um mállýskumun á Islandi skuli ekki tengd beint
við upplýsingar um upprana þeirra sem fluttust vestur um haf sem sýndur er í töflu
síðar í kaflanum (bls. 27).
Síðari kaflinn nefnist „The life cycle of North American Icelandic". Þar era raktar
helstu ástæður þess að íslenska þróaðist a.n.l. í aðra átt vestanhafs en í heimalandinu,
ekki síst vegna þess að vesturferðunum lauk snemma á 20. öld og samskipti við ísland
vora afar takmörkuð næstu áratugi á eftir þannig að lítil bein áhrif bárast þaðan.
Vesturíslenska var 1 mjög náinni snertingu við ensku og strax með annarri kynslóð
Vestur-íslendinga má ætla að þeir hafi allir verið tvítyngdir á ensku og íslensku og
notað málin samhliða í daglegu lífi. Þessar aðstæður settu mark sitt á þróun málsins
sem varð fyrir víðtækum áhrifum frá ensku. Þeirra gætti ekki síst 1 orðaforðanum,
fyrst og fremst í fjölda tökuorða úr ensku en einnig áhrifum á merkingu og notkun
orða sem fyrir vora í málinu, en þau koma líka fram á öðram sviðum málsins, s.s. '
setningagerð. Jafnframt urðu aðrar breytingar í málinu sem ekki er hægt að rekja beint
til snertingar þess við ensku. Hér eru líka rakin ýmis atriði sem stuðluðu að varðveislu
málsins þrátt fyrir stöðu þess sem minnihlutamáls í nýja heiminum, t.d. útgáfU'
starfsemi, kennslu 1 því að lesa og skrifa íslensku, notkun íslensku í kirkjum og þett'
riðið félagsnet (social network) vesturfaranna og afkomenda þeirra — allt atriði sem
leiddu til þess að aðlögun að nýju samfélagi varð tiltölulega hæg og Vestur-íslend-
ingar sem hópur þróaði með sér menningu sem byggði lengi framan af á tvítyng1
fremur en málskiptum, a.m.k. í fjölmennustu byggðunum í Kanada og Bandaríkjun-
um. Niðurstaða höfundar er sú að „The retention of literacy and traditions connccted
to literary activity may be the single most influential factor in the preservation o
Icelandic in North America“ (bls. 42). Þegar BA safnaði sínu efni seint á 20. öld er
vesturíslenska eigi að síður á undanhaldi og ýmis merki um að hún sé deyjand1
tungumál þrátt fyrir jákvætt viðhorf flestra Vestur-íslendinga gagnvart íslensku og
öllu því sem íslenskt er. Þetta sést m.a. á niðurstöðum óformlegrar könnunar sem
gerði meðal fólks af íslenskum upprana í Norður-Dakóta. Rúmlega þrjátíu manns (a