Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2007, Blaðsíða 184
182
Ritdómar
hljóðs (sbr. bls. 139). í vesturíslensku komu heldur ekki fram augljós tengsl við félags-
legar breytur. Hlutfall flámælis var að vísu hærra í Norður-Dakóta en í Nýja-íslandi,
hærra hjá yngsta aldurshópnum en þeim eldri og hærra meðal kvenna en karla en
munurinn reyndist ekki tölfræðilega marktækur.
Það er því munur stuttra og langra hljóða sem skiptir mestu máli í sambandi við
flámælisframburð í vesturislensku. Hér er þess að geta að svo virðist sem BA hafi
ekki einungis athugað sérhljóð í áhersluatkvæðum heldur hafi i og u í áherslulausum
atkvæðum verið talin með stuttu hljóðunum. Þetta er þó ekki sagt berum orðum en
bæði bendir hlutfallið milli dæma (tokens) um löng og stutt hljóð í gögnunum til þess
að svo hafi verið en það er nærri því að vera 1:2,5 (sbr. bls. 137) og eins er mismun-
andi útbreiðsla flámælis eftir hljóðlengd rakin til stuttra i- og w-hljóða í beygingarend-
ingum (sbr. bls. 144). Þessi dæmi verða m.a. grundvöllur að skýringartilgátu á því að
flámæli hafi ekki breiðst meira til stuttu hljóðanna en raunin er (bls. 144):
Functional considerations may explain why [/:] and [r.] [skáletur táknar flá-
mælishljóð] have not spread to the short variants. The vowels [i] and [y] are
found in the majority of inflectional endings [...] Inflections are word final with
unstressed syllables, and thus short vowels. Were Flámæli of [i] and [y] to spread
to the short vowels and eventually merge with [E] and [ö], it would cause
immense complications for the morphology of Icelandic; in addition, it would
upset the inflectional system in its present form and probably destroy it.
Þama er kveðið fast að orði og mun fastar en efni virðast standa til því ekki er tekið
tillit til þess að í íslensku koma miklu færri sérhljóð fýrir í áherslulausum atkvæðum,
sérstaklega beygingarendingum, en í áhersluatkvæðum. í fommáli var t.d. gert ráð
fyrir tveimur kerfum þótt það eigi e.t.v. síður við í nútímamáli (sbr. Kristján Amason
2005:135-136). Þetta þýðir að sjaldnast er andstæða á milli i og e og á milli u og ó 1
áhersluleysi því síðara hljóðið í hvom pari kemur ekki fyrir í beygingarendingum og
sjaldan í öðrum áherslulausum atkvæðum (undantekningar eru t.d. mynd viðskeytis-
ins -andi í fleirtölu -endur og ö í orðmyndum eins og héröð, kastölum). Það er þvl
hæpin fullyrðing að samfall þessara hljóða myndi leiða til hruns í beygingakerfinu
það er þvert á móti líklegra til að valda tvíræðni í áhersluatkvæðum, t.d. ef orðmyndir
eins og bið og beð, skyr og sker, flugur og flögur, dulum og dölum féllu almennt
saman í framburði, og þar virðist því „the ... functional cost“ vera meiri þótt ekki hafi
verið sýnt fram á hversu víðtækt slíkt samfall yrði. Almennt hefði líka verið æskileg1
að halda stuttum áherslusérhljóðum og áherslulausum sérhljóðum, þar sem lengdin er
ekki aðgreinandi þáttur, aðgreindum í niðurstöðunum.
Hvað sem líður einstökum göllum er rannsóknin og niðurstöður hennar mjög f°r'
vitnilegar og auka skilning á eðli flámælis. Þær benda mjög sterklega til þess að fla'
mæli sé að langmestu leyti bundið við löng sérhljóð og hafi litla tilhneigingu til ar)
hafa áhrif í samsvarandi stuttum hljóðum. Þær styðja líka það sem áður hefur verið
stungið upp á að í raun sé um tvö aðskilin ferli að ræða — annars vegar lækkun hljóð'
anna i og u (sem veldur tillíkingu en ekki endilega samfalli við e og ö) og hins vegar
hækkun eða hugsanlega tvíhljóðun á hljóðunum e og ö (sem veldur því sömuleiðis a