Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2007, Blaðsíða 203
Ritdómar
201
persónulega eiginleika frumlagsins (e. verbs denoting personal properties, sbr.
Jóhönnu Barðdal 2004). Það að vera ekki launung á einhverju merkir það sama og að
‘fara ekki dult með eitthvað’ og það er töluvert mikið af sagnasamböndum í íslensku
sem taka þágufallsfrumlag og tákna einhvers konar máltjáningu (sbr. Jóhönnu Barð-
dal 2004:113-114). í setningu eins og (9b) hér að ofan hefur sá aðili sem frumlagið
vísar í, þ.e. Jón, sagt frá einhverju. Hvemig í ósköpunum getur Jón þá verið skynj-
andi/reynandi?
Ég hef bent á það í mínum rannsóknum að notkun merkingarhlutverka eins og
þeirra sem almennt er gengið út ffá í setningafræðilegri greiningu leiðir einmitt til
þess að sagnasamböndum er skipt í mjög grófa flokka sem passa ekki alltaf vel við
þann málfarslega raunveruleika sem um er að ræða. Það er því mun vænlegra til
árangurs að halda greiningunni við sagnflokka og gera ráð fyrir því að merkingar-
hlutverk séu ekki sjálfstæðar stofneindir í setningafræðilegri greiningu heldur leiddar
af sagnflokkunum og merkingu þeirra. Þar með eru það sagnir og sagnflokkar sem em
hinar sjálfstæðu stofneindir á meðan merkingarhlutverkin em afleiður (e. derivatives).
Sá útgangspunktur leiðir ekki til ankannalegra greininga eins og þeirrar að Njáli í
Njáli óx ekki skegg og Honum í Honum talaðist vel sé einhvers konar reynandi eða
skynjandi, þvert gegn innsæi íslenskra málhafa.
Svipaða gagnrýni má setja fram um greiningu andlaga í merkingarhlutverk eftir
fallmörkun. Nokkrir flokkar sagna em taldir upp á bls. 384 sem taka þágufallsandlög,
svo sem hreyfingarsagnir, sagnir sem tákna stjóm farartækja, losun efna úr líkaman-
um og fæðingarsagnir. Nokkrir flokkar em einnig taldir upp sem taka þolfallsandlög,
svo sem sagnir sem tákna að koma einhverjum í tiltekið hugarástand, búa eitthvað til
og breyta ástandi einhvers. Ég vil hér geta þess að í rannsókn á 491 áhrifssögn í
íslensku, þ.e. 303 þolfallssögnum og 188 þágufallssögnum, hefúr komið í ljós að við-
komandi þolfallssagnir skiptast í 46 sagnflokka á meðan þágufallssagnimar skiptast í
33 sagnflokka. Þetta gagnasafn með 491 áhrifssögn er þó aðeins lítill hluti af þeim
þolfalls- og þágufallssögnum sem taldar em upp í íslensk-enskri orðabók (1989) því
þar er fjöldi þolfallssagna 1.381 á móti 738 þágufallssögnum (sjá Jóhönnu Barðdal
2008). Út frá þessu virðast þær upplýsingar, sem hér em veittar um fjóra flokka sagna
sem deila út þolfalli til andlaga sinna og fjóra flokka sagna sem deila út þágufalli,
byggjast á heldur ónákvæmum rannsóknum.
3.5 Þolmynd, miðmynd og st-sagnir
I umræðunni um þolmynd, miðmynd og st-sagnir í 8. kafla er miðmynd skipt upp í
þrjár gerðir miðmyndar, þ.e. miðmynd í þolmyndarmerkingu, miðmynd í afturbeygðri
merkingu og miðmynd í gagnverkandi merkingu (bls. 393). Ég vil nota tækifærið hér
til þess að gagnrýna þá hefð sem til hefúr orðið í íslenskri málffæði að tala um „mið-
mynd með þolmyndarmerkingu" í dæmum eins og eftirfarandi:
(10)a. Stóllinn eyðilagðist.
b. Borðið færðist úr stað.