Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2007, Blaðsíða 145
„ Rangvella sive Idiomata Rangvallensium “ 143
ans á vefnum (www.amastofnun.is), nema þau séu sérstaklega til-
greind, og þar er bókfræðilegar heimildir einnig að fínna.
2-1 Orð merkt staðbundin
Þegar listi Jónasar er borinn að íslensk-danskri orðabók sést að 30 orð
eru þar merkt staðbundin. Tvö þeirra, bos og hald, koma fyrir tvisvar,
bos í tvenns konar merkingu. I töflu 1 hefur orðunum verið raðað í
stafrófsröð og rithætti í vasabókinni haldið. Blaðsíðunúmer er ritað í
sviga á eftir hverju orði, þá kemur merkingin eins og hún er gefín á
listanum en síðast er landshlutamerking Bl.
Tafla 1: Orð í lista Jónasar sem talin em staðbundin í íslensk-danskri
orðabók Sigfúsar Blöndals.
°RÐ (bls.) SKÝRING JÓNASAR LANDSHLUTAMERKING
SIGFÚSAR BLÖNDALS
aPall (10) „hnöllungsgrjót" Suðurland
ánægðr (10) „saddr, t.d. viltu ekki borða meira? Nei, eg er ánægðr" Rangárvallasýsla
b»s (16) „einkum í samsetn. Renningsbos, dálítil skafhríð sem gýs upp um stund“ A.-Skaftafellssýsla
bos (18) „ból, skríða úr bosinu = manna sig upp“ Ámessýsla, A.-Skafta- fellssýsla, Breiðdalur
byðna (4) „mjólkurbytta“ Ámessýsla
dalr (2) „heitir 1. venjul. dalr (vallis), 2. smálautir í úthaga milli hóla og jafnvel stórþýfis" Suðurland (2)
des(l) „(s.s. dys?) 1. beð í kálgarði, 2. upphækkun í heygörðum sem hvert stál stendr á og hefir rennu í kring“ Suðurland
deyfa (6) „regn, rigningartíð" Vestfirðir, Suðurland
deyfusamt (6) „óþurkasamt" Suðurland
dólegur (2) „efnilegr“ Ámessýsla
§laefa(18) „þegar rofar fyrir sólu eftir rigningu" Rangárvallasýsla
hald (2, 14) „nærbuxur, fara í haldið" Ámessýsla
hnat (6) „sneplótt ull“ Borgarfjarðarsýsla
bvíta(l2) „skyr og mjólkurmatr, ekki mjólkrgrautar" Suðurland
dta (12) „fem. dolor corporis, vesöld, þ.e. mér er ilt“ Suðurland