Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2007, Blaðsíða 90
88
Jón Axel Harðarson
hljóði. Þetta ástand er samgermanskur arfur. í íslenzku varð [y] síðar
að [g] í flestum stöðum öðrum en á milli sérhljóða, í enda orðs á eftir
sérhljóði og á undan r eða ð (hér er horft fram hjá mállýzkubundinni
lokhljóðun g á undan ð í myndum eins og sagði).
Hljóðið [j] tilheyrði upphaflega einnig fóneminu /y/ og var það
hljóðbrigði þess sem kom fram á undan frammæltu sérhljóði, sbr. fm.
þgf. et. *dagé (fisl. dege), nf. flt. *balgTz (fisl. belger). Við brottfall i
í myndum eins og fm. *lagian, *augian og ef. flt. *balgiðn, sem físl.
Iqgia, eygia og belgia em komin af, varð [j] að fóneminu /j/ (í fom-
íslenzku myndunum stendur <gi> fyrir [j], sbr. kafla 3.3). Hljóð-
kerfisleg staða [j] gagnvart [y] kemur berlega fram í lágmarkspörum
eins og fisl. leigia : leiga, vígia : víga, bergia : berga?% En þrátt fyrir
að [j] og [y] hafi tilheyrt tveimur aðskildum fónemum, /j/ og /y/, hafa
þau verið talin náskyld, ekki aðeins vegna tíðra víxla þeirra innan
sömu beygingardæma, eins og bent hefur verið á, heldur einnig sökum
þess að fónemískur munur þeirra var upphafmn í stöðu á undan [1] og
[j]; hér kom aðeins /j/ fyrir.
í fomíslenzku var hljóðkerfisleg staða /j/ lík stöðu /c/, sem
upphaflega var hljóðbrigði af /k/. Brottfall i í myndum eins og fm.
*sðkian og ef. flt. *lðkiðn, fyrirrennurum físl. sókia og lókia, leiddi til
þess að [c] varð að fóneminu /c/ (í fomíslenzku myndunum táknar
<ki> framgómmælta hljóðið [c]). Fónemísk aðgreining hljóðanna [k]
og [c] sést á lágmarkspörum eins og veika : veikia og líka : líkia.29
28 Sem dæmi um andstæðu [j] og [y] á eftir I og undan uppmæltu sérhljóði má
nefna svelgia : svelga. Hér er að vísu ekki um fónemíska andstæðu (lágmarkspar) í
venjulegum skilningi að ræða þar sem myndimar tvær hafa sömu eða mjög áþekka
merkingu. Hins vegar aðgreina hljóðin [j] og [y] hér tvær sagnir. Svelgia er veik sögn,
upprunalega ítrekunarsögn (*swalgian), sem stóð andspænis sterku sögninni svelga
(sbr. fe. sweljan, fhþ. swelgan).
29 Ekki er það álitlegur kostur að greina fomíslenzku hljóðin [j] og [c] ýmist sem
stöðubundin afbrigði af /y/ og /k/ eða sem yfirborðslegar samsteypur tveggja fónema,
þ.e. /y+j/ eða /k+j/. Þar sem hljóðasamböndin [jj] og [cj] koma fyrir í myndum eins
og segia [sejja], kiarne [cjami] og vekia [wecja] þyrftu hljóðkerfislegu reglumar sem
breyttu /yj/ og /kj/ i [j] eða [c] að vera einskorðaðar við myndir eins og Iqgia og stþkia,
sem hafa þunga rótarsamstöfu.