Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2007, Blaðsíða 87
85
Forsaga og þróun orðmynda ...
(4) a. deyia skuluð, ef efnið eigi 14
b. eigi fumz þá upp ór skýium 70
Þessar hendingar er eðlilegast að skýra þannig að hér sé önghljóðið Q]
fallið saman við hálfsérhljóðið [j]. Reyndar er eitt dæmi um sams
konar hendingu í vísu sem eignuð er Agli Skallagrímssyni (10. öld).
Vísuorðið hljóðar svo:
(5) fólkmýgi lát flýia lv. 21
Eins og Jón Helgason (1969:157-8) hefur bent á er fremur ósennilegt
að Egill sé höfundur vísunnar sökum þess að slík hending hefði verið
annarleg á hans dögum.23 Miklu líklegra er að vísan hafi verið ort inn
1 Egils sögu síðar. Telja má öruggt að vísan hafí verið komin á bókfell
a 13. öld. Reyndar er elzta handritið sem varðveitir hana, þ.e. Möðru-
vallabók (AM 132 fol.), frá miðbiki 14. aldar. Hér hljóðar umrætt
visuorð eins og áður er sýnt (<folkmygi lat flyia>). En þar sem elzta
handritsbrot Egils sögu, AM 162 A fol. 0 frá um 1250, er náskylt
Möðruvallabók24 má ætla að það hafi einnig geymt vísuna. Óvíst er
hins vegar hve gömul vísan er. Ef gengið er út frá því að hún sé ekki
eftir Egil er freistandi að líta svo á að hún hafi ekki verið ort fyrr en á
23 r
Jón telur mögulegt að upphaflegur texti hafí verið „fólk-mýgi lát fljúga", „því
að diúga merkfi] stundum sama og flýja“ (Jón Helgason 1969:158). Nánari athugun
leiðir í ljós að þessi textaleiðrétting kemur ekki til greina. Sögnin fliúga hafði ekki
aukamerkinguna ‘flýja’, né heldur var til samhljóða sögn „2. fljúga, (fló, flugum; kun
1 P''œt.),Jlygte“ (Lexicon poeticum 142). í skáldamáli koma fyrir þátíðarmyndimar/7ó
*flauh) og flugu í merkingunni ‘flýja’, sbr. ór landi fló — Þjóðólfr ór Hvini, Yng-
'ngatal 17, en þínir Jiandr flugu — Eyvindr Finnsson skáldaspillir, Hákonarmál 12.
j’essar þátíðarmyndir tilheyra ekki sögninni fliúga heldur eru þær leifar sterkrar
eygingar sagnarinnar flýia (sbr. fe. fléon, fleah, flu^on, flo^en o.s.frv.). Flýia varð til
Ur *fliuh-i-/fleuh-a- á sama hátt og týia úr *tiuh-i-/teuh-a- (sbr. Jón Axel Harðarson
-001:20-23). í þátíð féllu sterkar myndir sagnarinnar flýia að vísu saman við
Olsvarandi myndir sagnarinnar fliúga en það olli hins vegar ekki samruna sagnanna;
Jyia merkir aldrei ‘fljúga’, né hafa nútíðarmyndir sagnarinnar fliúga nokkum tíma
merkinguna ‘flýja’. Af þessu má vera ljóst að Egill Skallagrímsson hefði aldrei ort
v'isuorðið „fólk-mýgi lát fljúga“.
'4 Sbr. Sigurð Nordal 1933:LXXXII og Bjama Einarsson 200LXLIV, LIX. Bæði
andritin era af svokölluðum A-stofni (,,A-redaktion“).