Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2007, Blaðsíða 146
144
Guðrún Kvaran
ORÐ (BLS.) SKÝRING JÓNASAR LANDSHLUTAMERKING SIGFÚSAR BLÖNDALS
klofi (16) „tunga milli lækja eða áa, nes, tangi“ Rangárvallasýsla
ledik (4) „n, mjólkrbytta. Skyldi það vera sama og Læddike?" Amessýsla
móleður (1,4) „lausholt, silla í baðstofu sem smávegis verður lagt á. (Derivatio ómöguleg íyrir mig); Móleðr hefi eg séð skrifað múrleður í kirkjuvisitatiu, ef til vill múrleðr fyrir múrlektur (Lægher)" Ámessýsla, Rangár- vallasýsla, Skaftafells- sýsla
sjóða (14) „um kött, urra“ Rangárvallasýsla
skothald (14) „nærbuxnaræflar, sem varla lafa upp um
mann’ Suðurland, Austfirðir
slúði (16) „= Slúðaveðr = rigning og hrakviðr" Suðurland
smalareið (1) „útreið á sunnudögum á sumrum, stundum í aðrar kirkjur" Suðurland
snæðingr (4) „= rcnningr" Suðurland, Austfirðir
steilur (18) „= skammrif ‘ Hornaijörður
stórviður (6) „heitir ekki annað enn þegar bæði er stormr og rigning" Rangárvallasýsla
stutla (10) „að þjappa mold saman í vegg, helzt með kubb, innanum grjótveggi. objektslaust" Rangárvallasýsla
vansvepta(16) „= úrvinda af svefni“ Rangárvallasýsla, Múlasýslur
vellóttur (6) „vellótt kallast það fé, sem er kolótt eða krímótt í framan" Suðurland
víriviður (16) „= Víðir“ Rangárvallasýsla, V.-Skaftafellssýsla
þerrir (10) „aldrei þurkr og í talshættinum: Þar er kominn þerrinn, góðr er þerrinn, enn aldrei þerririnn enn þó þerrir“ Skaftafellssýsla, Vestfirðir
í ÍO eru níu orð af listanum merkt með sérstöku tákni (hring með
punkti í miðju). Þessi merking er skýrð „staðbundið málfar“ (jO
1983:XIV). Þessi orð eru bjalli, dalur í merkingunni ‘(lítið) lægðar-
drag í landslagi’, gári, ledik, ríða, steilur, stórviður, víriviður ogþerrú'-
Tvö þeirra er ekki að fmna á listanum hér á undan, bjalli og gári, þar
sem þau voru ekki merkt staðbundin í Bl. Um þau segir í lista Jónasar: