Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2007, Blaðsíða 147
„Rangvella sive Idiomata Rangvallensium “ 145
(2)a. bjalli (12) ,,= hóll, múli, t.d. vestrendinn á Öskjuhlíðinni, þar
sem markasteinninn er, er bjalli“
b. gári (8) „= sandfláki, þar sem foksandr er á“
Arni Böðvarsson, ritstjóri ÍO, var Rangæingur og mörg orðanna því
honum hugsanlega vel töm. Er það ef til vill skýringin á því hvers
vegna hann merkir þau ekki staðbundin þótt þau séu þannig merkt í
Bl. Hitt er miklu algengara að hann haldi staðbundinni merkingu Bl.
betta verður athugað nánar í 2.2.
Af listanum fundust aðeins 10 orð í seðlasafni ÞÞ. Þau eru: bos,
des, deyfa, hald, hvíta, móleður, skothald, smalareið, steilur og vellóttur.
Hjá ÁBIM eru sjö af orðunum merkt 19. öld: glæfa, hnat, ílta, ledik,
Pausi, stutla og vellóttur. Slík merking, en stundum einnig „nísl.“
(fyrir nútímaíslenska), á oftast rætur að rekja til vasabókanna. Eina
°rðið sem ekki var á listanum yfir staðbundnar merkingar í B1 var
Pausi. Um það segir í vasabókinni (16): „pausi (‘= lítill poki’)“- Eina
orðið af listanum sem ÁBIM merkir sem staðbundið er hveiti en um
það verður rætt í 2.4.
Ekki er rúm til að gera öllum orðum á lista Jónasar skil og þau orð
sem ekki verður fjallað um, þar sem engin heimildanna, Bl, ÍO, ÁBIM,
oierkti þau staðbundin, eru sýnd í töflu 2.
Tafla 2: Orð í lista Jónasar sem ekki eru talin staðbundin.
ýRÐ (BLS.) SKÝRING JÓNASAR
áleiðing (8) „skúr þegar smárignir"
helgr (14) „liv, underliv“
bæli (l) „hóll á flatlendi, heldr lítill“
dýna(16) ,,= klakkatorfa (klifberatorfa) á reiðingi"
fress (14) „= högni, hankat"
Saflhlað (18) „er æfmlega sagt, aldrei staíh“
gloðarker (12) „= Fyrfad"
gras(8) kunna sig (10) U8gja hjá (14) „að gaula í grasinu, taka böm upp úr grasinu = upp frá móðrinni eftir fæðinguna áðr enn laugað er“ „= kunna. Eg kann mig ekki svo vel = eg er ekki svo vel að mér“ „= sofa hjá. Hvar liggr þú dr. minn? Eg ligg hjá N.N.“