Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2007, Blaðsíða 49
Eigin(n)
47
ingarmyndir fomafhanna þriggja hurfu þó ekki allar í einu. Myndir
nf./þf.hk.et., okkart, ykkart og yðfvjart, vom lífseigastar.
Síðasta stigið í hvarfi eignarfomafnanna minnir óneitanlega á
beygingu eigin(n) í nútímamáli — það eina sem beygist að fomum
hætti er mynd nf./þf.hk.et.86 Giskað hefur verið á að beygð mynd hafi
haldist lengi á þessum stað í beygingunni vegna þess að þama var
e.t.v. meiri þörf á aðgreiningu en víða annars staðar; hvomgkynsorð
hafa oft samhljóða mynd í nf./þf. eintölu og fleirtölu, þannig að
ákvæðisorð skera ein úr um töluna, sbr. dæmin í (33) (sjá Katrínu
Axelsdóttur 2002:152):
(33) Eintala
yð(v)art bréf
okkart verk
fallegt blóm
Fleirtala
yð(v)ar bréf
okkar verk
falleg blóm
Astæða þess að beygð mynd, eigið, hélst í nf./þf.hk.et. í beygingu eig-
in(n) kann að vera sú sama, þ.e. þörf á aðgreiningu (eigið verk (ein-
tala), eigin verk (fleirtala)).
Breytingar á beygingu eigin(n) virðast að miklu leyti verða á 16.
öldinni, en á þeirri öld missa eignarfomöfnin að mestu leyti beygingu
sína. Ef til vill er þetta sambærileg, óháð þróun, en hugsanlega em
tengsl þama á milli. Tíminn bendir kannski til þess. Svo er eigin(n)
merkingarlega náskylt eignarfomöínum, orðum sem eigin(n) var yfir-
leitt í námunda við í setningum, sbr. 4.4. En erfitt er að greina á hvom
veginn áhrifin vom — hvort eignarfomöfnin höfðu áhrif á eiginn eða
öfugt. Breytinga verður kannski íyrr vart í beygingu eigin(n), eða þeg-
ar á 14. öld (sbr. 3.2), sem gerir síðari kostinn sennilegri. En eins og
komið hefur fram er sú tímasetning á upphafi breytinganna ekki fúll-
traust.
En jafnvel þótt gert sé ráð fyrir að breytingar á eigin(n) hafi hafist
mun fyrr en á eignarfomöfnunum þremur þá er hugsanlegt að breyt-
86 Þetta minnir einnig á fyrri lið fomafnsins einhver. Hann beygðist forðum eins
°g einn, en nú er beygður fyrri liður aðeins í nf./þf.hk.et.: eitthvert/eitthvað. Sama
mynstur mátti sjá í beygingu lýsingarorðsins s(v)od(d)an, en um hana var rætt í 4.5.2.