Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2007, Blaðsíða 199
Ritdómar
197
þar kemur einnig greinilega íram, sérstaklega í viðauka B á bls. 249-250, að fjöldi sagna
með þolfallsfrumlagi í fommálstextum er u.þ.b. sá sami og í nútímamálstextunum, þ.e.
13 á móti 14 (með 18 notkunardæmum í fommálstextunum á móti 20 í samsvarandi
nútímamálstextum, sjá töflu 7.8 á bls. 180). Þessar tölur benda því ekki á neinn hátt til
þess að þolfallsffumlagssagnir séu að deyja út. Þvert á móti benda þær til þess að þessi
formdeild hafi verið ffekar stöðug í sögu íslenskunnar. Til þess að hægt sé að halda því
fram að hlutfallið á milli orðabókarljölda (e. absolute type frequency) og textafjölda (e.
relative type frequency) segi eitthvað um málbreytingar verður þetta hlutfall að hafa
breyst í sögu íslenskunnar en hlutfallið á milli orðabókarfjölda og textafjölda þolfalls-
ffumlagssagna virðist aftur á móti hafa verið stöðugt. Hins vegar kemur ffam í tölunum
mínum í töflu 7.8 á bls. 180 að tíðni (e. token frequency) þágufallsffumlaga hefur hrunið
úr 143 notkunardæmum í fommálstextunum niður í 88 notkunardæmi í samsvarandi
nútímamálstextum. Fjöldi þágufallsffumlagssagnanna sem kemur fyrir í þessum textum
er að sjálfsögðu nokkuð lægri, þ.e. 72 sagnasambönd í fommálstextunum á móti 48 í
samsvarandi nútímamálstextum (þær tölur sem sýndar em í töflum 1-2 miðast ekki við
„samsvarandi nútímamálstexta" heldur allt nútímamálstextasafhið í heild sinni). Þessar
tölur sýna að þágufallsffumlagssagnir em minna notaðar í nútímamáli en í fommáli á
meðan notkun þolfallsfrumlagssagna er sú sama (sjá einnig töflu 2).
Hér skiptir líka máli hvemig orðabókarfjöldi sagnasambandanna er reiknaður út.
Þasr tölur sem stuðst er við í Setningum, þ.e. 160 þolfallsfrumlagssagnir og 225 þágu-
fallsfrumlagssagnir, byggjast á einfaldaðri mynd af fjölda þessara sagnasambanda, og
þar af leiðandi virðist notkun þolfallsfrumlagssagna hlutfallslega mun lægri en notkun
þágufallsfrumlagssagna, miðað við orðabókarfjölda þessara sagnasambanda (þ.e. 14
þolfallsfrumlagssagnir í nútímamálstextum af 160 sögnum í íslensku á móti 71 þágu-
fallsfmmlagssögn í nútímamálstextum af 225 sögnum í íslensku). Ef tekið er tillit til
þess að sumar af viðkomandi sögnum geta komið fyrir með mismunandi merkingu og
ættu því að teljast til mismunandi lesorða (e. lexical entry) og ef umsagnir af gerðinni
þgf. + vera + lo. (þ.e. mér er kalt) em taldar með, tekur fjöldi aukafallsfrumlagssagna
yfir a.m.k. 206 þolfallsffumlagssagnir og 687 þágufallsffumlagssagnir (Jóhanna
Barðdal 2001a: 136; sjá einnig svipaðar tölur hjá Halldóri Á. Sigurðssyni 2003:231,
^ttgr. 7). Þar með er um að ræða 14 þolfallsffumlagssagnir í nútímamálstextum af 206
sagnasamböndum í íslensku (en ekki 160) á móti 71 þágufallsffumlagssögn í nútíma-
Wálstextum af 687 sagnasamböndum í íslensku (en ekki 225). Hin raunverulega tafla
hefði því átt að líta út eins og tafla 2 (nísl. = nútímaíslenska, físl. = fomislenska).
Tofla 2\ Tölur um fjölda þolfalls- og þágufallsfrumlaga.
Orðabókarfjöldi Textaljöldi nísl. Textafjöldi físl.
holfallsfrumlög 206 14 13
hágufallsfrumlög 687 48 72
bað gerir hlutfallslegan fjölda þolfallsffumlagssagna í textum svipaðan fjölda þágu-
lallsfrumlagssagna af orðabókarfjölda þessara sagnasambanda í íslensku. Saman-