Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2007, Page 217
Ritfregnir 215
lenskt málræktarstarf en stofnanimar hafi fylgt sömu meginhugmyndum (ismum) og
einstaklingamir.
Betty Wahl. 2007. Islándisch: Sprache zwischen Tradition und Moderne.
Geschichte und Zukunft des islándischen Sprachpurismus. Institut fiir
Skandinavistik. Johann Wolfgang Goethe-Univ. Frankfurt, Frankfurt am Main.
320 bls.
Doktorsritgerð Bettyar Wahl um íslenska hreintungustefnu skiptist í þrjá meginhluta.
Hinn íyrsti fjallar um uppmna og þróun hreintungustefnunnar. Annars vegar er
hreintungusteíhan sett í almennt hugmyndasögulegt samhengi og hins vegar er fjallað
um hana með íslenska málsögu til hliðsjónar og þá beinist umfjöllunin einkum að
tökuorðum og nýmynduðum orðum.
Annar hlutinn er helgaður þeirri hugmyndafræði sem íslensk málstefna birtir,
hvemig henni er framfylgt, hvaða neikvæð áhrif hún hefur haft og hver veruleikinn
sé, þ.e. hve hrein íslenskan sé í raun í daglegri notkun.
Þriðji hlutinn er stutt umfjöllun um hvaða framtíð íslensk hreintungustefha gæti
átt fyrir sér.
Wahl heldur því fram að islensk málstefha sé fyrst og fremst hugmyndafræðileg
og reist á hlutverki þjóðtungunnar í mótun sjálfsmyndar. Það hlutverk málsins sé
einkar áberandi á Islandi enda hafi sögulegar aðstæður boðið fremur upp á það á
íslandi en viða annars staðar.
Ari Páll Kristinsson
Smáorðin nú og itúna undir smásjánni
Helga Hilmisdóttir. 2007. A sequential analysis of nú and núna in Icelandic
conversation. Nordica. Department of Scandinavian Languages and Literature,
University of Helsinki, Helsinki. 353 bls.
í þessu riti, sem er doktorsritgerð höfundar (varin við háskólann í Helsinki 2007), er
notkun og virkni smáorðanna nú og núna í samtölum tekin til rækilegrar athugunar.
Rannsóknin byggir á miklu magni upptakna á samtölum af ýmsu tagi við raunveru-
legar aðstæður: sjálfsprottnum vinasamtölum, útvarpsspjalli, sjónvarpsumræðum og
símtölum, formlegum sem óformlegum, sem hafa verið umrituð af höfundi sjálfum
eftir þeim ströngu viðmiðum sem gilda um samtalsrannsóknir. Fræðilegur rammi
rannsóknarinnar er samskiptamálffæði (e. interactional linguistics) sem er aðferða-
fræði sem hefur á síðustu árum þróast sem hliðargrein út úr CA-samtalsgreiningu (e.
conversational analysis). Litið er á samtalið sem ferli sem mótast í samvinnu þátt-
takenda og er hver málleg eining greind út ffá því samhengi sem hún verður til í.