Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2007, Blaðsíða 103
Málræktarfrœði 101
til að leggja sig fram um að skýra þau. Hér mun ég leitast við að nota
skilgreiningar og heiti sem taka mið af málræktarfræði í heild fremur
en einstökum afmörkuðum viðfangsefnum hennar. Auk erlendra rita
(sjá heimildaskrá) byggi ég á þeim hugmyndum um hugtök og heiti
sem ég hef birt fáein undanfarin ár (Ari Páll Kristinsson 2002, 2003,
2006) ásamt því að styðjast við skrif á íslensku eftir Kristján Ámason
(2002, 2004) og Þóm Björk Hjartardóttur (2004).
2.2 Staða ogforrn máls
Málstefna tekur ýmist til stöðu (e. status) eða forms (e.form) tiltekins
máls (Kloss 1969:81, Cooper 1989:99-156, Haarmann 1990:104 o.áfr.,
Schiffman 1996:4, Lo Bianco 2006:742, Vikor 2007:94-102 o.m.fl.)
eins og lýst er í (3).
(3)a. Staða máls: útbreiðsla og notkunarsvið máls, sá sess sem það
skipar í stjómsýslu, atvinnu- og menningarlífi
b. Form máls: orðaforði og málkerfi, þ.m.t. hin ritaða mynd
Meðal þess sem miklu máli skiptir um stöðu tiltekins tungumáls er
hvort það er t.a.m. ríkismál eða e.t.v. minnihlutamál í viðkomandi
samfélagi. Stöðu íslensks máls2 má m.a. lýsa þannig að íslenska er
°pinbert mál í sjálfstæðu ríki, íslenska er kennslumál í háskólum,
skrifað er um vísindi á íslensku, á íslensku er öflug útgáfa, fjölmiðlun
°-fl- Form máls er aftur á móti málið sjálft ef svo má segja, þ.e. mál-
kerfí og orðaforði málsins. Þegar fjallað er um málstefnu varðar miklu
að halda til haga aðgreiningu þessara tveggja hugtaka. Þannig er grund-
vallarmunur á viðleitni til að hafa áhrif á stöðu máls, þ.e. á það við
hvaða aðstæður hægt er að nota tiltekið tungumál, og viðleitni til að
hafa áhrif á form máls, þ.e. á það hvemig tilteknu tungumáli er beitt.
Sem dæmi um það fýrmefnda mætti taka íhlutun sem miðaði að því
að framleitt yrði leikið sjónvarpsefni á íslensku. Sem dæmi um það
siðarnefnda mætti taka íhlutun sem stefndi að því að notaður væri skýr
í almennri umræðu um „stöðu íslensks máls“ berst talið gjama að forminu, þ.e.
ntalkerfi og orðaforða, svo sem vænta má og eðlilegt er. En í málræktarfræði hefur
staða sem sé merkinguna ‘sess’ fremur en ‘ástand’.