Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2007, Blaðsíða 18
16
Katrín Axelsdóttir
peninga eða *sina peninga eigin.14 Ekki er heldur hægt að hafa sinn
og eigin(n) á efitir nafnorðinu (eins og gert er með sinn í (1 la)) og tala
um *peningana sína eigin.15 Það er í raun eðlilegt að eigin(n) skuli
standa með sinn fyrir framan nafnorðið. Eigin(n) er hér notað eins og
til að herða á merkingu eignarfomafnsins og fær sterkari setningar-
áherslu en það: sína EIGIN peninga.16 Það væri skrítið ef þetta gæti
gerst í lið þar sem ekki er lögð sérstök áhersla á fomafnið: peningana
sína}1 í (1 ld) er að lokum setning án eignarfomafns, sem merkir þó
það sama og hinar.
Þótt setningamar í (11) merki allar nokkum veginn það sama er
ekki alltaf alveg sama hvaða gerð er notuð. Eins og fram hefur komið
er sterkari áhersla á eignarmerkingunni í (1 lb) en í (1 la), og hún verð-
14 Báðar þessar raðir eru til í fomnorsku: „æiginn hans riddare", „sitt fostrlannd
eigit“ (sbr. Strengleikar 1979:38, Ordbog over det norrone prosasprog 3 2004:646).
Um þessar raðir hef ég ekki fundið dæmi í íslensku.
15 Þessi röð er til í fomnorsku: „ok etr siðan spyiu sina æigna“ (Ordbog over det
norroneprosasprog 3 2004:646). Um þessa röð nafnorðs, eignarfomafns og eigin(n)
hef ég ekki fundið dæmi í íslensku. Þessi röð gengi hins vegar í sérstökum stíl með
öðmm lýsingarorðum: börnin min góðu, en þar er um að ræða ávarp.
16 Ásta Svavarsdóttir og Margrét Jónsdóttir (1998:32) kalla eigin áhersluorð.
17 Einn möguleiki enn væri ?eigin peninga sína. Þetta hljómar reyndar ekki vel
eins og spumingarmerkið á að sýna. En þótt illa fari á því í nútímamáli að hafa eig-
in(n) á undan nafnorði og eignarfomafni em til eldri dæmi um þessa röð þótt sjaldgæf
séu, sbr. „úr eiginni eign minni“ (Morgunblaðið, 22. maí 1918). Þessi röð gekk hugs-
anlega í fomu máli: „feginn eíginn modr sinni“ (Ordbog over det norrane prosasprog
3 2004:636). Dæmið er þó hæpið því að allt eins sennilegt er að hér sé ekki um lýs-
ingarorðið eigin(n) að ræða heldur forliðinn eigin- og þama sé samsett orð, eiginmóð-
ir. Þetta væri þá sambærilegt við feginn eiginkonu sinni. Sambærileg dæmi vom einnig
til í fomnorsku: „æigin þion sinn“, „eignvm herra sinvm“ (Ordbog over det norrone
prosasprog 3 2004:647). í fyrra dæminu gæti verið um að ræða samsett orð, eigin-
þjónn. í hinu síðara er hins vegar augljóslega lýsingarorðið eiginn á undan nafnorði
og eignarfomafhi. — Þótt eigin peninga sína hljómi ekki vel í nútímamáli getur þessi
orðaröð þó verið eðlileg, sbr. „eigin staða bankans“ (Paasilinna 2004:99). Kannski er
þessi röð ótæk eða illa tæk með eignarfomöfnum og eignarfallsmyndum persónufor-
nafna í nútímamáli, þótt hún gangi með nafnorðum í eignarfalli. Þegar nafnorð (eign-
arfallseinkunn) er í liðnum getur það heldur ekki staðið fyrir framan aðalnafnorðið:
*bankans eigin staða, líkt og eignarfomöfn og eignarfallsmyndir persónufomafna
geta: mín eigin staða, hans eigin staða. Eigin staða bankans er því eini möguleikinn
hér.