Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2007, Blaðsíða 193
Ritdómar
191
ist í höfuð og fyllilið, ásamt ákvæðisliðum. Þessi greining fær stuðning úr orðmynd-
unarfræðinni þar sem ljóst er að samsett orð eru alltaf tvískipt. Ekki er augljóst
hvemig beita á tvígreiningarhugmyndinni á tveggja andlaga sagnir og agnarsagnir svo
vel fari en þrátt fyrir það má, þegar betur er að gáð, færa rök að því að ákveðin mál-
farsleg hegðun þessara liða styðji tvígreiningarhugmyndina.
6. kafli fjallar um setningar og innri gerð þeirra en tvígreiningarkerfið setur setn-
ingagreiningu ákveðnar skorður. Það er t.d. hugsanlegt að aukatengingar séu höfuð í
tengilið og beygingarliður sé þá fylliliður hans. Þá er gert ráð fyrir að persónubeygða
sögnin flytji sig upp í höfuð beygingarliðar og frumlagið í ákvæðislið hans. Rök fyrir
þessu er að finna í þeirri staðreynd að frumlagið og persónubeygða sögnin standa fyrir
framan setningaratviksorð eins og líklega og ekki sem em þá hengd framan við
sagnliðinn sem viðhengi við hann. Atviksliðir sem standa aftan við sagnliðinn eru
aftur á móti hægri viðhengi við hann. Þær aukasetningar sem eru skilgreindar sem
fallsetningar teljast til andlaga eða fylliliða sagnliðarins en atvikssetningar em
viöhcngi við beygingarliðinn. Þegar liðir em kjamafærðir fremst í setningu, og eins
ef leppurinn það kemur fyrir, verður að gera ráð fyrir að þeir liðir séu færðir í
ákvæðisbás tengiliðar. Höfundur bendir á að þessi greining spái því hins vegar rang-
lega að það og kjamafærðir liðir komi ekki fyrir í aukasetningum því að þar stendur
samtenging nefnilega í höfuðbás tengiliðarins. Hins vegar er hægt að gera ráð fyrir að
aðaltengingar sitji í sérstökum aðaltengingarlið sem einnig gæti verið viðhengi við
beygingarliðinn.
Þriðji hluti bindisins, þrír kaflar, gerir grein fyrir setningarhlutverki sagðra og
ósagðra liða, merkingarhlutverki þeirra og stöðu nafnhátta (bls. 265-433). í 7. kafla
er fjallað um setningarhlutverkin framlag, beint andlag, óbeint andlag, sagnfyllingu,
einkunn, viðurlag, viðliði, gervifrumlagið það og um brottfall setningarhlutverka. Gefíð
er yfirlit yfir þá setningarlegu hegðun sem greinir á milli mismunandi setningar-
hlutverka. Hvað varðar setningarlega hegðun ffumlags má nefna stöðu þess í setningu,
getu þess til þess að vera undanfari afturbeygðra fomafna, getu nefnifallsfmmlaga til
þess að stjóma beygingarsamræmi, setningarlega stöðu fmmlaga og fall í þolfalls-
nafnháttum og þann eiginleika þeirra að vera ósýnileg með stýrinafnháttum. Hvað
varðar andlagshegðun beinna og óbeinna andlaga má fyrst og fremst nefna setningar-
*ega stöðu. Sagnfyllingar skiptast í fmmlæga og andlæga sagnfyllingu og framlæg
sagnfylfing samræmist framlaginu á meðan andlæg sagnfylling samræmist andlaginu.
Einkunnir em einnig tvenns konar, þ.e. sambeygðar einkunnir og eignarfallseinkunn-
'r- Viðurlög em laustengdir ákvæðisliðir með nafnorðum eða fomöfnum og greina sig
frá einkunnum að því leyti að þær standa á eftir þeim orðum sem þeir eiga við. Aðrir
viðliðir em t.d. ávarpsliðir, aukafallsliðir og samanburðarliðir. Gervifmmlagið það
stendur ávallt á undan persónubeygðu sögninni og greinir sig frá frumlögum að því
'eytinu til að það hverfur ef annar liður, t.d. andlag, er færður fremst í setningu.
Þar að auki er fjallað um samband falls og setningarhlutverks í 7. kafla og gengið
er út frá hefðbundinni skiptingu málkunnáttufræðinnar í formgerðarfall og orða-
safhsfall en þvi síðara er aftur skipt í reglufall og furðufall. Ljóst er að ffumlög geta
staðið í öllum föllum í íslensku, þótt nefnifallsfrumlög séu bæði algengust og komi