Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2007, Blaðsíða 215
Ritfregnir
Afmælisrit Jays Jasanoff
Verba Docenti. Studies in historical and Indo-European linguistics presented to
Jay H. Jasanoff by students, colleagues, and friends. 2007. Edited by Alan J.
Nussbaum. Beech Stave Press, Ann Arbor/New York. xii + 399 bls.
Jay Jasanoff, prófessor við Harvard-háskóla, varð 65 ára gamall hinn 12. júní 2007.
Þá spannaði kennsluferill hans við háskólana Berkeley, Comell, Yale og Harvard tæpa
Qóra áratugi og má heita að í hópi nemenda hans, skólafélaga og samstarfsmanna séu
flestir bandarískir samanburðarmálfræðingar sem eitthvað kveður að. Auk þess hafa
rannsóknir Jasanoffs á indóevrópska sagnkerfinu borið hróður hans víða um lönd og
nýlegt rit hans, Hittite and the Indo-European Verb (Oxford University Press, 2003),
þótti mikill viðburður.
I afmælisritinu, sem gefið var út á þessum tímamótum og Alan Nussbaum rit-
stýrði, em birtar 33 greinar eftir nemendur og fræðafélaga Jasanoffs í ýmsum löndum.
Ritið er hóflegt að stærð, enda var völdum hópi manna boðið að leggja fram efhi, og
bæði framlag höfundanna og formálsorðin bera það með sér að ritið sé gefið af góð-
um hug og sannri aðdáun. Flestar greinanna fjalla um efni á sviði indóevrópskrar
samanburðarmálfræði og ná vítt og breitt um kvíslir ættartrés málafjölskyldunnar, en
fáeinar um efni úr sögu óskyldra tungumála. Þrjár greinar fjalla um germanskt eða
norrænt efni sérstaklega: Guðrún Þórhallsdóttir skrifar um þróun myndar þágufalls
eintölu sterkra kvenkynsorða (físl. þgf.et. sgk og laugu), Haraldur Bemharðsson
varpar nýju ljósi á uppmna orðanna ragnarök og ragnarökkur og Jeremy Rau fjallar
um sögu germanska nafnorðsins *weþru- (físl. veðr ‘hrútur’).
Guðrún Þórhallsdóttir
Þrjár doktorsritgerðir sem varða íslenska málræktarfræði
Amanda Mary Hilmarsson-Dunn. 2007. The Impact of Global English on Lan-
guage Policy: The Situations of Iceland and Denmark. Faculty of law, arts & social
sciences, School of humanities, University of Southampton, Southampton. 236 bls.
Rannsókn Amöndu Hilmarsson-Dunn beinist að togstreitunni milii annars vegar
hnattvæðingar og hins vegar málstefnu einstakra ríkja og þeirrar hugmyndafræði sem
þar býr að baki.
íslenskt mál 29 (2007), 213-218. © 2008 íslenska málfrœðifélagið, Reykjavik.