Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2007, Blaðsíða 93
Forsaga og þróun orðmynda ...
91
þar með orðið nothæfar í niðurlagi óstýfðra vísuorða (með
löngu næstsíðasta atkvæði) löngu íyrir hljóðdvalarbreytingu.
Þó virðast þær ekki notaðar á þann hátt í kveðskap fyrr en eftir
hljóðdvalarbreytingu. Skal nú gerð nánari grein fyrir því.
Könnun allra rímna í hinu mikla safni Finns Jónssonar (1905-1922)
leiddi í ljós að rímorð af gerðinni (C)Vgi (V = upprunalega stutt
sérhljóð) koma ekki fyrir í niðurlagi óstýfðra vísuorða sem ort eru
fyrir miðja 16. öld.32 Hins vegar eru allmörg dæmi um rímorð af
gerðinni (C)Vgi (V = upprunalega langt sérhljóð) í sömu stöðu, sbr.
t-d. vægir : frœgir (Völsungsrímur I 49, FJ I 317), baugi : draugi :
haugi (Griplur II 61, FJ I 369), skógi : rógi (Geðraunir XI 56, FJ II
265). í rímum sem ortar eru á síðara helmingi 16. aldar og síðar eru
rímorð af fyrri gerðinni, þ.e. með upprunalega stuttu rótarsérhljóði,
alltíð, sbr. t.d. eigi: degi og lagi: slagi í Fjósarímu 34 og 35 eftir Þórð
Magnússon á Strjúgi (sem fæddur er um miðbik 16. aldar, sbr. Finn
Sigmundsson 1960:XII). Þessi munur á bragfræðilegri notkun um-
ræddra mynda fyrir og eftir tíma hljóðdvalarbreytingarinnar getur
yarla stafað af tilviljun.
I samantekt er niðurstaðan þessi: Hvorki tvíhljóðaframburður né
skaftfellskur einhljóðaframburður (í sinni núverandi mynd) er upp-
runalegur. Bæði framburðarafbrigðin urðu til við hljóðdvalarbreyt-
32 Bæði Kolfinna Jónatansdóttir og Einar Freyr Sigurðsson, sem hafa verið
aðstoðarmenn í námskeiðinu íslenzkri málsögu við Háskóla íslands, hafa farið í gegn-
U,TI texta Finns Jónssonar og leitað sérstaklega að þessari gerð rímorða. Eina dæmið
sem fannst þar er lygi: blýi í Blávus rímum ok Viktors IX 17 (FJ II 662). En eins og
F'nnur Jónsson bendir á eru rímur IX-XII sennilega frá siðara helmingi eða síðasta
(jórðungi 16. aldar (FJ II 604):
Det er imidlertid ábenbart, at disse 4 rimer er senere digtede; det viser ekki blot
enkelte ord (soddan, straks og flere), men ogsá hele den i dem rádende tone, og
fremfor alt metrum; her fmdes en mængde korte stavelser for lange, hvorpá der
i de forste 8 rimer ikke gives eksempler. [...] De 4 sidste rimer er sá bleven
tilfojede, vistnok i den sidste halv- eller fjærdedel af 16. árh.
Við þetta má bæta að blýi er ein þeirra mynda sem ekki eru notaðar að fomum hætti;
fyrir hljóðdvalarbreytingu var fyrra atkvæði þess stutt. Forsenda þess að lygi og blýi
geta rímað í niðurlagi óstýfðra vísuorða, þar sem næstsíðasta atkvæði þarf að vera
'angt, er hljóðdvalarbreytingin.