Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2007, Blaðsíða 174
172
Ritdómar
í bókinni steypir BA öllu efninu saman og gerir ekki grein fyrir því hvort dæmi um
orð séu sótt í eldri eða yngri hluta efniviðarins eða hvort þau komi jafnt fyrir í báðum.
I upphafi er rætt almennt um aðlögun enskra orða í vesturislensku að íslenskum
framburði, rithætti og beygingum. Bent er á að það geti verið einstaklingsbundið
hversu mikil aðlögun orðanna er. Aftur á móti er lítið sem ekkert fjallað um það hvort
muninn megi að einhverju leyti rekja til félagslegra eða landfræðilegra þátta, t.d.
aldurs eða uppruna heimildarmanna, en vikið lítillegar að því að mismunandi málsnið
kunni að hafa áhrif á notkun tökuorða. Almennt segir BA að ekki hafi verið mikið um
málvíxl í þeim viðtölum sem hún tók sjálf en það hafi jafhframt komið fram hjá við-
mælendum hennar að þeir „blandi“ málunum meira þegar þeir tala sín á milli en þeir
gerðu í viðtölunum. Hvað nákvæmlega er átt við með málvíxlum og blöndun í þessu
samhengi er þó ekki ljóst — hvort einungis er verið að tala um notkun einstakra orða
úr ensku, mikið eða lítið aðlagaðra eftir atvikum, eða eitthvað meira. Síðar er vikið
aðeins að muninum á málvíxlum (code-switching) og tökuorðum (borrowing; sjá bls.
59) en sú umfjöllun hefði að ósekju mátt vera ítarlegri, sérstaklega vegna þess að
báðum hugtökunum bregður ítrekað fyrir í bókinni. Það kemur þó skýrt fram að orðin
sem fjallað er um í kaflanum eru tökuorð í þeim skilningi að þau hafa verið „re-
classified as Icelandic; i.e., words that have been incorporated to different degrees
into the structure of na Icelandic and that appear with some frequency in the speech
of more than one informant“ (bls. 59).
Uppistaðan í kaflanum eru flokkaðir orðalistar með stuttum inngangi á undan
hverjum lista. Orðin eru flokkuð á hefðbundinn hátt í bein tökuorð (pure loanwords;
og undir sama hatt er fellt eitthvað sem kallað er „additions" og ekki er skýrt nánar
hvað er), blendingsorð (loan blends) og tökuþýðingar ('loan translations, calques)-
Auk þess er flokkur með yfirskriftina „Loanwords that Cause Semantic Reinter-
pretation, Semantic Narrowing, or Semantic Extension“ sem inniheldur fyrst og fremst
orð sem oftast eru nefhd tökumerkingar (semantic loans). Auk þess er flokkur
orðatiltækja og orðasambanda sem eiga sér beina fyrirmynd í ensku og svipar að þvi
leyti til tökuþýðinga. Loks eru tveir flokkar með orðum af íslenskum uppruna, svo-
kallaðir „archaisms", þ.e.a.s. orð sem eru (sögð) úrelt í nútímaíslensku, og vestur-
íslensk nýyrði auk fáeinna orða sem ekki falla í neinn fyrrgreindra flokka. I listunum
eru birt dæmi um fjöldamörg orð úr máli Vestur-íslendinga og þetta er því forvitnileg
heimild um orðaforðann. Aftur á móti orkar margt tvímælis í greiningu og flokkun
orðanna og lýsing á einkennum einstakra orða, þ.á m. framburði þeirra, er víða
ónákvæm og jafnvel röng að því er best verður séð. Þar sem orðin eru ekki sýnd í sam-
hengi er þó oft erfítt að sannprófa greininguna og lengri notkunardæmi þar sem ein-
stök orð væru sýnd í eðlilegu setningarumhverfí hefðu gefið gleggri mynd af einkenn-
um orðanna og blæbrigðum í notkun þeirra.
Astæður þess að flokkun orðanna virðist víða ómarkviss eru einkum tvær. I fyrsta
lagi eru forsendur hennar tæplega nógu skýrar með þeim afleiðingum að mörkin miH*
flokka verða óljós, einkum á milli beinna tökuorða og blendingsorða. Svo virðist sem
ætlunin hafi verið að flokka orð með íslenska beygingarendingu með blendings-
orðum, sbr. það sem segir um slík orð: „Most often, the root morpheme is borrowcd