Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2007, Blaðsíða 191
Ritdómar
189
Höskuldur Þráinsson ásamt meðhöfundunum Eiríki Rögnvaldssyni, Jóhannesi
Gísla Jónssyni, Sigríði Magnúsdóttur, Sigríði Sigurjónsdóttur og Þórunni Blön-
dal. 2005. Setningar. Handbók um setningafrœði. Islensk tunga III. Almenna
bókafélagið, Reykjavík. xx + 732 bls.
1- Inngangur
bessi handbók um islenska setningaffæði á engan sinn líka. Hún er þriðja bindi raðar-
innar tslensk tunga, gefin út af Almenna bókafélaginu, kostuð af Lýðveldissjóði, og
ntuð að frumkvæði verkefnisstjómar í íslensku.1 Bókin skiptist í sex hluta og er
hverjum hluta skipt í 2-5 kafla. í heild er bókin 16 kaflar. Þar að auki hefur verkið að
geyma ritaskrá, skrá yfir erlend málffæðiheiti og atriðisorðaskrá. Hveijum kafla lýkur
með yfirliti yfir frekara lesefni og inni í hverjum kafla er að finna rammakafla um
einstök atriði sem krefjast nánari skýringa. Sumir þessara rammakafla geta líka staðið
einir sem sjálfstæð umfjöllun. Aðalhöfundur og ritstjóri bókarinnar er Höskuldur
bráinsson en Eiríkur Rögnvaldsson, Jóhannes Gísli Jónsson, Sigríður Magnúsdóttir,
Sigríður Sigurjónsdóttir og Þómnn Blöndal eru meðhöfundar.
2- Yfirlit
Fyrsti hluti bókarinnar, fjórir kaflar, er inngangur að hugtökum í íslenskri málfræði
°8 setningafræði ásamt umfjöllun um almenn og setningarleg einkenni orðflokka, þ.e.
sagna, fallorða og smáorða (bls. 1-158). í 1. kafla er fjallað um hugtök eins og rétt
mál og rangt og skýrt frá mismunandi tilgangi málfræðirita innan forskriftarmálfræði,
lýsandi málfræði og skýrandi málfræði. Að auki er sérstaklega greint ffá hugmynda-
fræði málkunnáttufræðinnar en sú málfræðistefna hefur verið ríkjandi í setningafræði-
'egum rannsóknum víða á Vesturlöndum síðustu áratugi. Að lokum er greint frá
nieginmarkmiðum bókarinnar en þau eru einmitt að vera fræðileg handbók um ís-
'enska setningafræði fyrir menntaskóla- og háskólanema, kennara, fræðimenn og al-
menning. Kaflanum lýkur með greinargóðu yfírliti yfir rit um íslenska setningafræði,
handbækur sem kennslubækur og greinargerð um ítarefhi.
I 2. kafla er aðaláhersla lögð á sagnorð og setningarleg einkenni þeirra. Þar má
nefna þann eiginleika sagna að beygjast eftir tíð, persónu og tölu og stöðu sagna í
setningu, þ.e. í öðru sæti í hefðbundnum staðhæfmgarsetningum en í fyrsta sæti í
Ja/net-spumingum, boðháttarsetningum og í frásagnarumröðun. íslenskum sögnum er
hka skipt í undirflokka eftir því hvort sögnin sambeygist frumlagi í nefhifalli eða
hvort ftumlagið er í aukafalli, hvort sögnin er áhrifssögn, þ.e. tekur með sér eitt eða
tvö andlög í mismunandi follum, eða er áhrifslaus sögn, þ.e. sögn sem tekur með sér
frrsetningarlið eða sagnfyllingu, með frumlagi eða lepp, o.s.frv.
Efniviður 3. kafla er íslensk fallorð en það em nafnorð, lýsingarorð, fomöfn,
Sreinirinn og töluorð. Helstu setningarleg einkenni nafnorða em að þau geta tekið
111 eö sér viðskeyttan greini og mynda höfuð nafnliða. í nafnliðnum sjálfum standa
1 Ég þakka Þórhalli Eyþórssyni fyrir þarflegar ábendingar við gerð þessa ritdóms og
°skuldi Þráinssyni fyrir gagnlegar umræður um efnið.
^lenskt
mál 29 (2007), 189-208. © 2008 fslenska málfrœðifélagið, Reykjavík.