Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2007, Blaðsíða 127
Umræðugreinar, athugasemdir og flugur
„Hvernig niðurhel ég?
MARGRÉT JÓNSDÓTTIR
1- Inngangur
Líklega veit enginn hve veikar sagnir í íslensku eru margar. Guðrún
Kvaran segir (2005:281) hins vegar að þær sterku sem notaðar séu í nú-
hmamáli séu á milli eitt hundrað og eitt hundrað og fimmtíu. Og það
hafa löngum verið viðtekin sannindi að í íslensku máli væru sterkar
sagnir lokaður sagnahópur. En með því að segja hópinn lokaðan er fyrst
°g fremst átt við að nýjar sagnir, jafnt nýmyndaðar eins og t.d. hanna
sem og tökusagnir eins og t.á.JIla og bögga,2 verði aldrei sterkar heldur
avallt veikar. Jafhframt og ekki síður mikilvægt er, eins og allar rann-
soknir sýna, sbr. Sigríði Sigurjónsdóttur 2001, að í máltökuferlinu lærast
veiku sagnimar á undan þeim sterku enda miklu einfaldari að allri gerð.
Af fleiru er að taka. Ýmsar sterkar sagnir hafa orðið veikar að hluta
hl eða að öllu leyti, sbr. t.d. bjarga og rita (í fomu máli rítá) þar sem
sterkri þátíð bregður þó einstöku sinnum fyrir í afar hátíðlegu máli, en
Lka fela þar sem þátíðin fól er notuð í sértækri merkingu.3 í tímans rás
hafa ýmsar veikar sagnir ennfremur breytt um beygingu en verið
afram veikar, sbr. t.d.frelsa, sýsla og æxla.4
1 Setninguna „Hvemig niðurhel ég?“ er að finna á slóðinni vesen.hydra.is/spjald (sótt
L október 2007). Þakka ber Ágústu Þorbergsdóttur, Einari Val Gunnarssyni, Heimi
Pálssyni, Jóni G. Friðjónssyni, Jóni R. Gunnarssyni og Veturliða Óskarssyni íyrir
. cndingar af ýmsum toga, einnig Sólveigu Einarsdóttur fyrir að leyfa að vima til BA-
Htgerðar sinnar. Ritstjóra íslensks máls og ónafngreindum yfirlesumm ber líka að þakka.
Asgeir Blöndal Magnússon (1989:306) segir hanna vera nútímamálssögn.
Sögnin fila er í íslenskri orðabók (2002:331) og Stafsetningarorðabókinni (2006),
bö8ga ekki.
3 Um form sterku sagnanna má lesa hjá Noreen 1923:329-330, 342 (bjarga); 326
333 (fela).
Sbr. t.d. Sólveigu Einarsdóttur 1991: frelsa og œxla (1991:83), sýsla (1991:85).
klenskt mál 29 (2007), 125-140. © 2008 íslenska málfrœðifélagið, Reykjavík.